Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 22

Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 22
Skiptinám í Kaupmannahöfn Ég vissi það strax þegar ég byrjaði í Umhverfis- og byggingarverkfraeði í HI að mig langaði eitthvert út í heim í skiptinám. Ég sá mig alltaf fyrir mér á einhverjum framandi og heitum stað en eftir mikla ieit að rétta staðnum endaði ég á því að sækja um í DTU í Kaupmannahöfn. Mánuði áður en ég lagði af stað, þegar það var snjór og rigning til skiptist á Islandi, hugsaði ég af hverju ég hefði ekki valið einhvern aðeins heitari stað en Danmörku. Strax og ég lenti í Kaupmannahöfn varð ég hins vegar sannfærð um að ég hafði valið rétt og varð ástfangin af þessari yndislegu borg, hjólamenningunni og skemmtilegu Dönunum, fyrir utan einstaka skammir fyrir að kunna ekki hjólareglurnar Skólinn fékk fljótt fyrstu einkunn frá mér. Fyrsta vikan var eintóm snilld og góðar móttökur þar sem maður kynntist fólki alls staðar að. I annarri viku byrjaði svo alvaran. Þar sem ég er enn í BS-námi var erfitt að finna áfanga sem voru á ensku þannig ég skráði mig í einn danskan áfanga sem fjallaði um inngang að vindorku. Mér gekk nú alltaf vel í menntaskóladönskunni og þóttist geta rúllað upp einum áfanga á dönsku. í fyrsta tímanum fékk ég algjört sjokk. Ég kom inn í stofuna þar sem voru bara 12 manns, allt strákar, og kennarinn var alveg himinlifandi að sjá stelpu. Hann kom til mín og spurði mig spjörunum úr á dönsku. Ég náði þó að ráða fram úr samtalinu þrátt fyrir að hafa bara skilið helminginn af því sem maðurinn sagði. Þarna kom í ljós að menntaskóladanskan var alls ekki skotheld! I öðrum tímanum fórum við að skoða vindmyllur í Ris0 í Hróarskeldulirði en þar er sjálfbært orkurannsóknarsetur DTU staðsett. Það var magnað að fá að fara upp í vindmyllu og fá þannig betri skilning á virkni þeirra. Sjálfri finnst mér skrítið að hafa verið í áföngum tengdum jarðhita og vatnsaflsorku á Islandi en ekki heimsótt slíkar virkjanir í tengslum við áfangana. Við skoðuðum veðurfræðileg mælingatæki íkringum mylluna og klifruðum upp í hana. Þegar við klifruðum upp mylluna klæddumst við öryggisbelti sem var smellt við stiga og dróst með okkur upp í kapli. Ég var svo stressuð á leiðinni Lára Kristín Þorvaldsdóttir BS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði upp að ég ríghélt í stigann og eftir 40 metra klifur voru hendur mínar orðnar stífar og þreyttar. Á toppnum tók maður á móti mér á efsta palli sem bunaði út úr sér ræðu á dönsku. I stresskasti skildi ég hvorki upp né niður í því sem hann var að segja. Ég spurði hvort hann gæti vinsamlegast talað ensku og þá kom í ljós að öryggisbeltið var vitlaust sett á mig svo ég þurfti að laga það áður en ég krækti mig við öryggislínuna uppi. Stundum borgar sig greinilega ekki að ýkja dönskukunnáttu sína! Eftir þó nokkra aðlögun hérna í Kaupmannahöfn er danskan öll að koma og ég verð hrifnari af lífinu hérna með hverjum degi. Ég sé svo margt sem Islendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar eins og til dæmis viljann til að nota hjól sem ferðamáta, hollt mataræði og meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þó að yndislega Island muni eflaust toga mig til sín á endanum þá held ég að ég sé ekki á leiðinni heim í bráð. 22

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.