Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 6
Umhverfis- og
byggingarverkjrœðideild
Yfirlit ársins 2015
Guðimmdur Freyr Úlfarsson
Prófessor og deildarforseti
Guðmundur Freyr Ulfarsson lauk
BS prófi í eðlisfrœði árið 1994 og
tölvunarfræði árið 1996 frá Háskóla
Islands. Hann lauk meistaragráðu
1997 og doktorsprófi 2001 í
samgönguverkfræði frá University
of Washington. Hann starfaði sem
sérfrœðingur hjá University of
Washington árin 2001—2003, sem
Assistant Professor við Washington
University in St. Louis, í Missouri
árin 2003-2007. Guðmundur hóf
störfhjá Háskóla Islands sem
prófessor árið 2007 við Umhverfis-
og byggingarverkfrœðideild. Hann
gegndi stöðu varadeildarforseta
árin 2008-2014, var formaður
Verkfræðistofimnar Háskóla íslands
2012-2015 og varð deildarforseti
árið 2014.
Doktorsnám
Á árinu 2015 útskrifaðist einn
einstaklingur með doktorspróf
frá deildinni. Miðvikudaginn
23. september 2015 flutti Eeva-
Sofia Sáynájoki fyrirlestur um
doktorsverkefni sitt í umhverfisfræði.
Verkefnið bar heitið Vannýttir
möguleikar í borgarskipulagi: Að ná
meiri árangri í umhverfissjálfbærni
(The Untapped Potential of Urban
Planning: Achieving Greater Success
in Environmental Sustainability). Um
var að ræða sameiginlega prófgráðu
frá Háskóla Islands og Aalto
University og fór doktorsvörnin
fram í Helsinki 4. september sl.
Andmælandi við doktorsvörnina var
dr. Jyri Seppálá, prófessor við Finnish
Environment Institute. Leiðbeinandi
Eevu í verkefninu var dr. Jukka
Heinonen, dósent við Umhverfis-
og byggingarverkfræðideild
Háskóla Islands, auk hans sátu í
doktorsnefnd dr. Seppo Junnila,
prófessor við Department of Real
Estate, Planning and Geoinformatics,
Aalto University, Finnlandi, og
dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson,
prófessor við Umhverfis- og
by gg i ngarverkfræ ð i de i ld
Háskóla íslands.
Um 18 doktorsnemendur stunda nú
nám við deildina. Doktorsverkefnin
eru fjölbreytt og eru mikilvægur Iiður
í rannsóknum og rannsóknasamstarfi
deildarinnar. Doktorsverkefnin eru
iðulega unnin í samstarfi við aðila frá
erlendum stofnunum og háskólum.
Doktorsverkefni og greinar sem birtar
hafa verið úr doktorsrannsóknunum
má finna á heimasíðu deildarinnar
(http://www.hi.is/umhverfis_
og_byggingarverkfraedideild/
doktorsnemar).
BS nám
Á árinu 2015 útskrifuðust 22
(11 konur og 11 karlar) með BS próf
í umhverfis- og byggingarverkfræði.
Nokkur hluti heldur áfram og
lýkur MS gráðu í verkfræði við
deildina og öðlast þar með rétt til
að fá starfsheitið verkfræðingur.
Námið er fjölbreytt og tekur á
helstu sameiginlegu fagsviðum
umhverfis- og byggingarverkfræði.
Deildin hefur unnið að því að
styrkja og auka verklega þátt
námsins. BS námið býður upp á
fyrstu skref í átt til sérhæfingar
en það er í meistaranáminu sem
nemendur sérhæfa sig á tilteknu sviði
6