Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 25

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 25
Umferðaspár höfuðborgar- svœðisins Árið 2005 hóf VSÓ Ráðgjöf vinnu við að endurbæta eldra umferðarlíkan sem unnið hafði verið í tengslum við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001 -2024. Líkan VSÓ gaf betri niðurstöður en áður höfðu sést í umferðarlíkönum hér á landi. Líkanið hefur verið í stöðugri þróun síðan og hefur verið notað við Ifestar stærri skipulagsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu. Styrkur umferðarlíkana liggur ekki síst í því að geta borið saman áhrif mismunandi skipulagskosta á umferð. Þannig má t.d. meta áhrif mismunandi landnotkunar og þéttleika byggðar á umferðarmagn og heildarakstur, sem getur svo nýst til að meta m.a. orkunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og áhrif á umferðarhávaða og loftgæði. Áður fyrr var vinnulagið við skipulagsgerð yfirleitt þannig að flestar stærri ákvarðanir um landnotkun og uppbyggingu voru teknar án þess að horft væri sérstaklega á umferðarspár. Umferðarspáin var gjarnan síðasta skrefið í ferlinu, þegar búið var að móta skipulagið að langmestu leyti. Við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 var tekin upp ný aðferðafræði þar sem umferðarlíkani var markvisst beitt til að móta skipulagskosti [ 1 ]. Auk þess voru gerðar spár sem tóku mið af breytingu á ferðavenjum og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi. Sama aðferðarfræði var svo viðhöfð við vinnslu hins nýja Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Grétar Már Hreggviðsson Byggingaverkfræðingur á samgöngusviði VSÓ Ráðgjafar Svanhildur Jónsdóttir Samgönguverkfræðingur og sviðsstjóri samganga hjá VSÓ Ráðgjöf Höfuðborgarsvæðið 2040 I Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 kveður við nýjan tón í skipulagsgerð á Islandi. Þar hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komið sér saman um stefnu um hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin. Samkvæmt íbúaspá mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70 þúsund til ársins 2040. Eitt af lykilatriðum stefnunnar er að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. Hryggjarstykki stefnunnar er samgöngu- og þróunarás þar sem hágæða ahnenningssamgöngukerfi (borgarlína) mun tengja saman kjarna sveitarfélaganna. vsó 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.