Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 28
Vindorka Tœkifœri og áskoranir Endurnýjanlegir og umhverfisvænir orkugjafar hafa rutt sér til rúms undanfarin ár og er þróun þeirra óhjákvænrileg til að framtíðarsamband manns og umhverfis geti orðið sem best. Otal tækifæri felast í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum, bæði hérlendis og á heinrsvísu, og ljóst að slík orkunýting er nú þegar orðin eitt af stóru verkefnunum sem okkar kynslóðir glíma við. Nýting vindorku hefur aukist gríðarlega á heimsvísu síðastliðin ár og var til að mynda rúmum 63 GW bætt við árið 2015. Uppsett afl í heiminum í lok árs 2015 var því rúm 430 GW, samtals um 17% vöxtur frá árinu áður. Til samanburðar þá var 14 GW bætt við á síðasta ári og því uppsett afl í Evrópu tæp 148 GW í lok árs 2015, samtals unr 10% vöxtur frá árinu áður. Hlutur vindorku í raforkunotkun Evrópu er í dag um 11.4% og er markmiðið að auka hlut þess í tæp 16% fyrir 2020. Tæknin er í stöðugri þróun og hafa framleiðendur vindmylla bætt hönnunina til muna. Sem dæmi eru gírkassalausar vindnryllur að ryðja sér til rúms, en nreð því að losna við gírkassann er bæði dregið úr sliti, viðhaldskostnaður lágmarkaður, líftími lengdur og dregið úr hljóðmengun. Nýir tímar ísland hefur að geyma ýmsar endurnýjanlegar orkulindir og hefur þróun vatnsaflsvirkjana til að mynda staðið yfir síðan snemma á 1. áratug síðustu aldar. Þá hafa rannsóknir og þróun á raforkuvinnslu með jarðvarma staðið yfir í nær hálfa öld, fyrst á Norðausturlandi seint á 7. áratugnum. Hingað til hafa jarðvarmi og vatnsafl verið grunnstoðir raforkuvinnslu hér á landi og geta Islendingar stoltir sagt að um 85% af heildarorkunotkun landsins sé fullnægt með orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Vegna hnattrænnar legu landsins eru möguleikar á nýtingu vindorku miklir og hefur áhugi fyrir því farið ört vaxandi undanfarið. Landsvirkjun hefur nú þegar reist vindmyllur við Búrfell í tilraunaskyni og sömuleiðis Birta Helgadóttir Umhverfis- og orkuverkfræðingur hjá EFLU hala tvær vindmyllur verið settar upp í Þykkvabæ. Einnig hefur færst í aukana að bæði innlendir og erlendir aðilar sýni áhuga og nálgist sveitarfélög til að falast eftir landsvæðum fyrir slíka orkuvinnslu. Þessi orkunýting hefur ýmsa kosti og varanlegu umhverfisáhrifin eru tiltölulega lítil þar sem framkvæmdin er svo gott sem afturkræf, þó að sjónræn áhrif á rekstrartíma séu talsverð. Nú er vatnsorkan undirstaðan í raforkukerfi landsmanna og hefur hún þann kost að hægt er að geyma orku í miðlunarlónum. ísland er vindasamt land og á veturna þegar minnst rennur í miðlunarlónin þá blæs vindurinn hvað mest. Vatnsaflið og vindorkan fara því einstaklega vel saman í rekstri. Aðstæðum hér á landi svipar um sumt til aðstæðna á hafi úti, landslagið er slétt og fátt sem dregur úr vindstyrknum. Víða er meðalvindur tiltölulega hár, yfirborðshrýfi lítið og því mun meiri orkugeta fyrir sama vindstyrk. Það er því tilvalið að nýta vindauðlindina. En til þess að það gagnist sem skyldi þá þarf að standa rétt að málum. Fyrstu skrefin I upphafi er mikilvægt að átta sig á umfangi verkefnis og spyrja lykilspurninga. Athuga þarf hvort nægilegur vindur er til staðar, hvernig eigi að velja réttan stað fyrir vindlund með tilliti til vindafars, samfélags og umhverfis, hvaða vindmyllur eigi að velja, hvaða rannsóknir þurfi að fara fram, hvort fjárhagsleg hvatning sé til staðar fyrir verkefnið og hvernig viðhaldi og rekstri verði háttað. Góðar vindmælingar eru mikilvægar þegar kanna skal hagkvæmni vindorkuverkefna. Vindurinn getur verið síbreytilegur milli ára og góðar langtímamælingar á vindafari, hitastigi, loftþéttleika og vindáttum draga því úr óvissu og tryggja hagstæðari fjármögnun. Til að lágmarka óvissu í mælingunum sjálfum þarf að staðsetja mælitækin rétt og gæta þess að þau uppfylli alþjóðlega staðla. Mælingar ráða miklu um hvar vindmyllur eru staðsettar, hversu háar þær eru, hver stærð þeirra er og lengd spaða, svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir hafa áhrif á sýnileika, hljóðvist og fleira og því mikilvægt að vanda til verka. I mörg horn er að líta og ekki nóg að sterkur og stöðugur vindur sé til staðar. Einnig er mikilvægt að til sé viðeigandi lagaumgjörð, staðlar og reglur sem styðjast á við í slíkum verkefnum. Þar þarf til að mynda að tilgreina þau leyfi sem þurfa að liggja fyrir á ýmsum stigum viðkomandi verkefnis og leggja áherslu á vönduð vinnubrögð þar sem hagsmunir samfélagsins og sjálftærni eru hafðir að leiðarljósi. Ljóst er að miklar áskoranir fylgja vindorkuverkefnum hér á landi, bæði fyrir stjórnvöld og samfélagið í heild, en að sama skapi má sjá ótal tækifæri í uppbyggingu þessa orkukosts. Það þarf að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir um nýja tegund orku- og landnýtingar hérlendis. Þá þarf að undirbúa stjórnvöld, sveitarfélög, almenning og aðra sem eiga hlut að máli til að takast á við áskoranirnar sem felast í þessu nýja viðfangsefni. Vinna þarf að þessum málum á landsvísu, með því að móta stefnu og hanna regluverk eða umgjörð sem hægt er að styðjast við ef til uppbyggingar kemur. Askoranir Þó svo að fyrir liggi stefna stjórnvalda í orkumálum og margvíslegar reglur um undirbúning framkvæmda, liggur hvergi fyrir opinber stefna um nýtingu vindorku á íslandi né stefna um forsendur fyrir vali á svæðum fyrir slík mannvirki, en slíkt þekkist þó í nágrannalöndum, Skotlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Mikilvægt er að bæta úr þessu sem fyrst til að tryggja að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi og koma í veg fyrir uppbyggingu á óæskilegum svæðuin. Vinna þarf að stefnumörkun og setningu laga og reglugerða, sem og að hanna ramma sem stjórnvöld og sveitarfélög geti unnið eftir. Styrkja þarf til muna þekkingu á viðfansgsefninu og miðla henni inn í menntakerfið til að tryggja að þekkingin þróist og aukist. Þannig verða vísindin daglegur hluti af tilvist okkar allra. Ríki og sveitarfélög vinna í sameiningu að sjálfbærni í orkuöflun hérlendis. Ríkisvaldið þarf að smíða leiðbeinandi regluverk sem tekur tillit til vindafars og hagkvæmni, fjarlægð vindmylla frá þéttri byggð, aðkomu og tengingu við dreifikerfi og flutningskerfi, áhrif á verndarsvæði og aðra umhverfis- og samfélagslega þætti. Slík stefnumörkun getur t.d. nýst sem verkfæri til að eyrnamerkja hentug eða óhentug svæði og er afar mikilvæg til að hægt sé að vinna úr fyrirspurnum frá aðilum sem sýna áhuga, á faglegan hátt. Að auki þarf að útbúa regluverk um gjaldtöku, leigugjald fyrir land, auðlindagjald og fasteignagjöld svo eitthvað sé nefnt. Ríkið þarf að taka afstöðu til þessara atriða og stuðla að því að sveitarfélög og samfélagið í heild hljóti ávinning af VERKFRÆÐISTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.