Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 66

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 66
Mynd 7. Yfirlit yfir staðsetningu og tegundir nema sem eru á brúni. Vindhraðanemar eru merktir með stórum hvítum hringjum, hröðunarnemar með rauðum kössum og GNSS nemar með grænum og bláum punkti [7]. almennt eru hermaðar í vindgöngum þar sem loftaflfræðilegir eiginleikar brúarinnar eru kannaðar fyrir vind þvert á brúardekkið. Jafnframt, þá eru þversnið hengibrúa yfirleitt alltaf prófuð við mun minni hviðustyrk en umræddar mælingar gefa til kynna. Þetta er eitt af því sem gerir mælingar í fullum kvarða mikilvægar, það er að geta lagt mat á áreiðanleika þeirra nálgana og einfaldana sem alnrennt eru gerðar við hermanir, hvort sem um er að ræða tilraunir eða tölulega útreikninga á örvun og svörun mannvirkja. Mynd 9 sýnir hröðunarnema inni í brúardekkinu og mynd 10 sýnir dæmi um úrvinnslu á hröðunarmælingum þar sem staðalfrávik færslu sem hlutfall af hviðustyrk er teiknað sem fall af meðalvindhraða, annars vegar fyrir NNA vindstefnu og hins vegar fyrir SSV vindstefnu. Færslan Iu (%) 16 18 20 22 24 26 28 30 er reiknuð útfrá mældri hröðun með tegrun í tíðnirúmi. Sýnd er hreyfing þvert á brúna (x-þáttur), hreyfing upp og niður (z-þáttur) og vinda um langás (t-þáttur). Eins og sjá má, þá er sveifiufræðileg svörun brúardekksins mun meiri í NNA lægum vindi. sem tengist aðallega mun hærri hviðustyrk fyrir vind úr þeirri átt. Einnig sést að hefðbundin reiknilíkön vanmeta hreyfingar brúarinnar þegar hviðustyrkurinn er mikill, þ.e. fyrir NNA lægar vindstefnur. Mynd 11 sýnir dæmi um samanburð á lóðréttri og láréttri færslu á miðju dekki, annars vegar frá hröðunarnema og hins vegar frá GNSS mælingu. Eins og sjá má þá er samanburðurinn nokkuð góður, sem gefur bæði staðfestingu á þeirri aðferð sem notuð er til reikna færslu útfrá hröðun, sem og möguleikum GNSS tækninnar til i» (%) 9 10 11 12 13 14 N að mæla formbreytingar á mannvirki af þessu tagi. Það sést þó á mynd 11, að GNSS mælingin ofmetur lóðréttu hreyfinguna í samanburði við hröðunarmælinguna. Þar sem nákvæmi GNSS mælitækninnar er almennt á bilinu frá nokkrum millimetrum til sentimeters, þá þarf sveiílufræðileg færsla í mannvirkinu að vera nokkrir sentimetrar til að tæknin gefi nothæfar niðurstöður. Upplausnin í lóðrétta stefnu er líka allajafna a.m.k. helmingi lakari en fyrir láréttar stefnur, sem skýrir væntanlega að einhverju leyti af hverju GNSS mælingin gefur heldur meiri lóðrétta færslu en hröðunarneminn. Til viðbótar vöktunar með hinu fasta mælikerfi brúarinnar, þá hafa verið gerðar tilraunir með nýja áhugaverða tækni við vindmælingar. Urn er að ræða notkun á Lidar (light detecting and ranging) mælitækjum. Þau tæki eru ýmist hönnuð til að mæla yfir langar fjarlægðir (long range) og styttri fjarlægðir (short range). Gerðar hafa verið tímabundnar tilraunir með báðar tegundir þessara tækja [6, 9, 10, 11]. Sett var upp lidar tæki (long range lidar) u.þ.b. 1,5 km frá brúnni sem skannaði vindhraðann umhverfis brúna [10]. Einnig var gerð tilraun með að staðsetja tvö lidar mælitæki (short range) á brúnni (sjá mynd 12) sem mældu vindhraðann á ákveðnum línum og/eða plönum næst brúnni. Notkun þessara tækja, stýring þeirra og mæliaðferðir hafa verið í þróun við Vindorkudeild Tækniháskólans í Danmörku, DTU (sjá http://www. windscanner.dk/). Markmiðið með því að nota tvö lidar tæki saman er að gera það mögulegt að mæla tvo þætti vindhraðans. Mynd 13 sýnir skematiskt hvernig mælitækin standa í u.þ.b. 100 m fjarlægð hvort frá öðru á brúnni og mæla eftir misvísandi mæligeislum. Þar sem geislarnir krossast er hægt að leysa út tvo þætti Mynd 8. Tvö dæmi um algengar vindaðstæður við Lysefjarðarbrúna. Annars vegar vindur frá suðvestri þann 07/10/2014 (hægra megin), hins vegar vindur frá norðaustri þann 26/10/2014 (vinstra meginn). Langás brúarinnar er táknaður með þykkri svartri línu. Myndin sýnir meðal vindstefnu og meðal vindhraða yfir 10 mínútna tímabil ásamt hviðustyrk sama tímabils (litakvarði) [8].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.