Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 23

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 23
Sumarnám á Indlandi Það var um miðbik minnar fjórðu annar í verkfræði að ég hélt ég myndi gefast upp. Ég var búin að horfa á vini mína ferðast heimshorna á nrilli á meðan ég var í mínum fjórða stærðfræðigreiningaráfanga. Því virtist sem póstur frá Alþjóðaskrifstofunni um sumarnám á Indlandi hefði verið eyrnamerktur mér. Mig langaði burt og þyrsti í að stíga út fyrir þennan kassa sem allir voru að tala um. Ur varð að ég lagði land undir fót og eyddi mánuði í borginni Bangalore á Suður-Indlandi. Afanginn sem ég tók þar hét An Introduction to the Environment in India. Námið var hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna við Indland og ég var ein frá Islandi. Með mér var fólk frá Danmörku og Finnlandi, til að mynda frá Aalto University og University of Copenhagen. Hópurinn náði strax vel saman og mynduðust vinabönd sem munu seint slitna. Dönsku stelpurnar tóku ekki annað í mál en að ég spreytti mig á dönskunni og síðan töluðu Finnarnir og Indverjarnir með mjög miklum hreim. Samskiptin voru því oft á tíðum ansi skrautleg. Á ferðalögum hópsins var það þó ekki vandamál þar sem tveir indverskir doktorsnemar fylgdu Sunna Mjöll Sverrisdóttir BS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði okkur hvert sem við vildurn fara og pössuðu að enginn svindlaði á okkur. Áfanginn var þverfaglegur og snerist að mestu leyti um þau umhverfisvandamál sem Indland stendur frammi fyrir. Þar lærði ég meðal annars um þau fjölmörgu umhverfisvandamál sem tengjast fólksfjölgun í Indlandi, loftslagsbreytingum og hefðum og trúarbrögðum Indverja. Við fórum í alls konar vettvangsferðir í nágrenni Bangalore og skoðuðum meðal annars hvernig áin hjá háskólasvæðinu var full af rusli og óhreinindum þar sem óhreinsuðu skólpi var hleypt beint í ána. Umsjónarmaður námskeiðsins sagði að sú á hefði verið nógu hrein til að baða sig í fyrir 20 árum. Áin var því miður ekki einsdæmi eins og við fengum að kynnast í fyrirlestri um ástand hinnar heilögu Ganges-ár. Það er gott dæmi urn hvernig indverskar hefðir geta beinlínis verið skaðlegar. Áin er þekkt fyrir að þykja hreinsandi og því mikið notuð til baða en einnig er hefð fyrir því að henda í hana líkum svo hinir dánu komist til himna. Vatnið er einnig notað til drykkju á svæðum þar sem skólp er losað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.