Upp í vindinn - 01.05.2016, Side 23

Upp í vindinn - 01.05.2016, Side 23
Sumarnám á Indlandi Það var um miðbik minnar fjórðu annar í verkfræði að ég hélt ég myndi gefast upp. Ég var búin að horfa á vini mína ferðast heimshorna á nrilli á meðan ég var í mínum fjórða stærðfræðigreiningaráfanga. Því virtist sem póstur frá Alþjóðaskrifstofunni um sumarnám á Indlandi hefði verið eyrnamerktur mér. Mig langaði burt og þyrsti í að stíga út fyrir þennan kassa sem allir voru að tala um. Ur varð að ég lagði land undir fót og eyddi mánuði í borginni Bangalore á Suður-Indlandi. Afanginn sem ég tók þar hét An Introduction to the Environment in India. Námið var hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna við Indland og ég var ein frá Islandi. Með mér var fólk frá Danmörku og Finnlandi, til að mynda frá Aalto University og University of Copenhagen. Hópurinn náði strax vel saman og mynduðust vinabönd sem munu seint slitna. Dönsku stelpurnar tóku ekki annað í mál en að ég spreytti mig á dönskunni og síðan töluðu Finnarnir og Indverjarnir með mjög miklum hreim. Samskiptin voru því oft á tíðum ansi skrautleg. Á ferðalögum hópsins var það þó ekki vandamál þar sem tveir indverskir doktorsnemar fylgdu Sunna Mjöll Sverrisdóttir BS nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði okkur hvert sem við vildurn fara og pössuðu að enginn svindlaði á okkur. Áfanginn var þverfaglegur og snerist að mestu leyti um þau umhverfisvandamál sem Indland stendur frammi fyrir. Þar lærði ég meðal annars um þau fjölmörgu umhverfisvandamál sem tengjast fólksfjölgun í Indlandi, loftslagsbreytingum og hefðum og trúarbrögðum Indverja. Við fórum í alls konar vettvangsferðir í nágrenni Bangalore og skoðuðum meðal annars hvernig áin hjá háskólasvæðinu var full af rusli og óhreinindum þar sem óhreinsuðu skólpi var hleypt beint í ána. Umsjónarmaður námskeiðsins sagði að sú á hefði verið nógu hrein til að baða sig í fyrir 20 árum. Áin var því miður ekki einsdæmi eins og við fengum að kynnast í fyrirlestri um ástand hinnar heilögu Ganges-ár. Það er gott dæmi urn hvernig indverskar hefðir geta beinlínis verið skaðlegar. Áin er þekkt fyrir að þykja hreinsandi og því mikið notuð til baða en einnig er hefð fyrir því að henda í hana líkum svo hinir dánu komist til himna. Vatnið er einnig notað til drykkju á svæðum þar sem skólp er losað.

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.