Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 10
Náms- og útskriftarferð
nema í Umhverfis- og
byggingarverkfræðideild Háskóla
íslands árið 2015 var með öðru
sniði en síðustu ár. Lítill hópur
útskriftarnema sýndi ferðinni áhuga
þetta árið og fór svo að einungis
5 nemendur, þéttur hópur stelpna,
hóaði sig saman og byrjaði að
skipuleggja utanlandsferð.
Tekin var ákvörðun um að
skipuleggja ferðina frá grunni án
aðstoðar ferðaskrifstofa. í upphafi var
talið að slíkt væri ekki mikið mál. Að
loknum miklum vangaveltum voru
valdir áfangastaðir, San Francisco,
Mexico City, Playa del Carmen og
loks Puerto Rico. Námsferðin sjálf
var til San Francisco en mun erfiðara
var að skipuleggja vísindaferðir fyrir
ferðina en búist var við í upphafi. Það
gekk þó upp að lokum.
Þann 10. maí hófst frábært ferðalag
með flugi til San Francisco en
með í för voru tveir makar og
Hörn Hrafnsdóttir kennari. Við
lentum seint um kvöld og var því
strax lagst til hvílu við komu.
Daginn eftir fórum við í fyrstu
eiginlegu vísindaferðina, það var
vínsmökkunarferð um vínekrur
Sonoma-sýslu sem var frábær
byrjun á ferðalaginu. 1 þeirri ferð
smökkuðum við ekki einungis
vín heldur skoðuðum við einnig
flóðvarnargarða í Guerneville,
Johnson’s Beach, sem ætlaðir eru til
þess að stöðva krapa sem myndast
hátt í fjöllunum fyrir ofan.
Daginn eftir var frjáls dagur og
var hann nýttur í vapp um borgina
ásamt því að skoða hinar ýmsu
verslanir. Vísindaferðirnar héldu
svo áfram þann 13. maí þegar við
heimsóttum Department of Building
Inspection (DBI) og fræddumst
um starfsemi sviðsins en þeir hafa
meðal annars eftirlit með byggingum
sem er mikilvægt verk í svo stórri
og fjölmennri borg. Frá DBI lá leið
okkar í háskólann í Stanford þar
sem Kyle Scott Douglas, dósent við
jarðskjálftadeildina, tók á móti okkur
og sýndi okkur aðstöðuna sem þeir
hafa (það má segja að hún sé örlítið
stærri en sú sem við höfum í Háskóla
Islands). Þar hittum við einnig Royal
Kopperud sem starfar við Umhverfis-
og byggingarverkfræðideildina í
Stanford og sýndi hann okkur stórar
ölduvélar og „laserherbergi“ sem nýtt
er við rannsóknir í straumfræði. Það
var mjög áhugavert að skoða skóla á
þessum mælikvarða og hugsa ég að
við höfum allar velt því fyrir okkur að
sækja um.
SPUR hafði boðið okkur á
opnunarkvöld á sýningunni „Design
for Resilience" að kvöldi 14. maí
en SPUR er leiðandi stofnun í
borgarskipulagi sem stuðlar að
góðri hönnun og stjórnsýslu á San
Francisco svæðinu og fleiri svæðum
í Bandaríkjunum. Þar voru til sýnist
plaköt af bestu hugmyndunum sem
bárust samkeppni á vegum SPUR.
Samkeppnin snerist um að koma með
hugmyndir um hvernig hægt væri
að koma í veg fyrir eyðileggingu af
völdum fellibylja í New York og New
Jersey. Kveikjan að þessari samkeppni
var einmitt fellibylurinn Sandy sem
reið yfir það svæði árið 2012.
A síðasta degi námsferðarinnar, þann
15. maí, hjóluðum við yfir Golden
Gate brúna sem talin er vera ein
fallegasta brú veraldar og virtum við
fyrir okkur þetta magnaða mannvirki.
Golden Gate er hengibrú sem nær yfir
San Francisco flóa í Californiu fylki í
Bandaríkjunum en hún var opnuð árið
10