Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 60
Hefðum við átt að gera þetta fyrir 20
árum síðan? Já. En gerum þetta í dag
í staðinn og eftir 20 ár verður það
frábært!“
Aðalskipulag
Reykjavíkurborgar
Kristín átti sæti í stýrihóp fyrir
nýtt aðalskipulag Reykjavíkur á
síðasta kjörtímabili og sat samtímis
í Umhveríis- og samgöngunefnd
Reykjavíkurborgar. „Ég leiddi
umhverfis- og auðlindastefnuna,
sem er hluti af aðalskipulaginu. Það
var ótrúlega skemmtileg vinna sem
byggir mikið á okkar námi; að leggja
áherslu á blágrænar ofanvatnslausnir,
endurheimt votlendis og stefnumótun
í samgöngum. Við tókum
einnig saman markmið okkar í
loftslagsmálum og settum þetta allt
saman í umhverfis- auðlindastefnu
um hvernig við sæjum borgina þróast
á sjálfbæran hátt í framtíðinni.“
Er eitthvað í aðalskipulaginu sem
þú hefðir viljað sjá gert öðruvísi?
„Það er auðvitað hellingur sem
ég hefði viljað sjá gerðan á annan
hátt, aðalskipulagið er ein stór
málamiðlun. Ég hefði viljað
vera miklu róttækari og taka
betur á samgöngumálum og setja
stífari forgangsröðunarkröfur á
uppbyggingu svæða.“
„Það sem hefur
eyðilagt allar
aðalskipulags-
áætlanir síðustu ára
er í raun skortur á
eftirfylgni.“
Hún telur þó að núna skipti
mestu máli að það sé unnið eftir
aðalskipulaginu. „Það sem hefur
eyðilagt allar aðalskipulagsáætlanir
síðustu ára er í raun skortur á
eftirfylgni.“ Sem dæmi um það
segir hún að þétting byggðar hafi
verið hluti af síðustu áætlunum en
að á sama tíma hafi borgin byggt
Norðlingaholt og Úlfarsárdal.
„Nú fórum við að minnsta kosti
mjög langt í því að draga „Urban
growth boundary“.“ Kristín
segir að stærsta áskorunin í
innleiðingu á aðalskipulaginu
verði Reykjavíkurflugvöllurinn.
„Þetta aðalskipulag hangir á því að
flugvöllurinn fari. Það er ekki til neitt
sem heitir að styðja aðalskipulagið
en vilja samt að flugvöllurinn standi.
Þá þarf að búa til nýja áætlun því
þessi áætlun gengur ekki upp sem
heildarmynd ef flugvöllurinn fer
ekki.“ Hún segir að flugvöllurinn
verði að víkja ef borgin ætli að
halda áfram að þétta byggð. Þétt
byggð sé undirstaða þess að góðar
almenningssamgöngur verði
raunveruleiki margra sem búa hérna
því ekki sé hægt að halda uppi háu
þjónustustigi eins og staðan er í dag.
Er einhver horg sem þið notið til
samanburðar við Reykjavík?
Kristín segir að þau beri Reykjavík
saman við margar borgir af svipaðri
stærðargráðu og breiddargráðu, eins
og Þrándheim og Álaborg. En við
undirbúning aðalskipulagsins liafi
meðal annars verið horft til Portland
í Oregon-fylki Bandaríkjanna. „Það
var mjög spennandi fyrir okkur
vegna þess að við getum litið til
spennandi borga í Evrópu eins og
Stokkhólms og Kaupmannahafnar
en vandamálið er að þau „fokkuðu“
aldrei upp. Við lentum í því sama
og margar bandarískar borgir að við
byggjumst upp eftir að einkabíllinn
er orðinn sjálfsagður hlutur á hverju
heimili, svo hugsanarhátturinn
var allt annar. Það sá enginn neitt
neikvætt við einkabílinn, hann var
frelsið og það var frábært.“
„Það sá enginn
neitt neikvætt við
einkabílinn, hann
var frelsið og það
var frábært
Kristín segir að þar sem Reykjavík
hafi byggst að stórum hluta upp
eftir 1970, þegar Breiðholtið er
að verða til og uppbyggingin í
kjölfarið miðaðist við einkabílinn.
„Þess vegna er gott að horfa til
borga eins og Portland sem missti
skipulagið svolítið úr höndunum.
I borginni var mjög dreifð byggð
og einu samgöngurnar voru
einkabíllinn. Stjórnvöld í borginni
hafa snúið blaðinu við og verið
leiðandi í þessari breytingu borga
í Bandaríkjunum. Margir líta
til þeirra og hvernig þau breyttu