Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 35
Samstarf við önnur
nemendafélög
I stjórn FV sitja allir fimm
stjórnarmeðlimir hvers
nemendafélags verkfræðideildanna
og því koma 20 manns að
ákvarðanatöku félagsins. Fljótt
mynduðust sterk tengsl meðal þeirra,
Naglar, Nörd, VÍR og Vélin unnu
vel saman og skipulögðu iðulega
sameiginlega viðburði í og
eftir vísindaferðir.
Útilega FV sumarið 2015 heppnaðist
með ágætum en hún var haldin við
Flamragarða í Landeyjum, nálægt
Seljalandsfossi, í júlí. Gott veður lék
við gesti tjaldsvæðisins og sumarið
angaði af ferskum verkfræðinemum
í fríi. I útilegunni kepptu
nemendafélögin í mörgum þrautum,
svo sem flunky bolta, en enginn man
hvernig leikar fóru (Naglar unnu
ekki). Að lokum var grillað, borðað,
drukkið og sungið fram á nótt.
Útilegan var ekki notuð sem tjáröflun
eins og Flallgeirsey forðum en horft
meira á hag allra nemenda sem tóku
þátt í ferðinni óháð nemendafélagi og
að lágmarka kostnað þeirra. Stefnan
er sett á að halda útilegu Náttverks
sumarið 2016 en einskær vilji um
styrkingu tengsla nemenda við VoN
ríkir meðal sitjandi
stjórnar Náttverks.
Náttverk, hagsmunafélag nemenda á
Verkfræði- og náttúruvísindasviði var
öflugt bæði í stefnumótun, þátttöku í
nefndum sviðsins og skipulagningu.
Ég sat fyrir hönd Náttverks í stjórn
VoN og það hefur verið ein besta og
mesta reynsla sem ég hef fengið í
öllu náminu. Það er virkilega gefandi
að fylgjast með og hafa áhrif á þróun
mála á sviðinu og vil ég því þakka
stjórninni sérstaklega fyrir að sýna
nemendum skilning og útskýra fyrir
okkur mál sem við vitum lítið um.
Einnig má taka fram að fyrstu
drykkjuleikar Náttverks voru
haldnir hátíðlegir en þeir hafa verið
í pípunum um árabil. Nemendafélög
VoN kepptu þar um farandbikar.
Skólaárið
Viðburðaríkur vetur er að baki.
Naglar fóru að vana í skemmtiferðir
um víðan völl og heimsóttu
fjölbreytta flóru fyrirtækja og
stofnana. Það sem stendur upp úr
eftir hvert ár eru lengri ferðirnar
og þá sérstaklega skíðaferðin.
Skíðaferðin á sér stað djúpt inni
í hjarta hvers Nagla en í henni
heimsækjum við Akureyrarbæ með
hálfsystkinum okkar í VÍR. Gist er
í bústöðum við Ytri-Vík og keyrl
inn á Akureyri á laugardeginum
þegar haldið er í tjallið, sund og
svo í vísindaferð. Ekki er hægt að
minnast á skíðaferðina án þess að
tala um heimsóknina í brugghús
Kalda á Árskógssandi. Þar er tekið
vel á móti Nöglum og líður mörgum
eins og þeir séu að koma heim eftir
langa fjarveru. Um bjórdrykkju
nemendafélaga hefur lengi verið sú
regla í gildi að magn sé mikilvægara
en gæði. Lærdómurinn úr Kalda er
sá að gæðin geta verið lykilþáttur séu
þau nægilega mikil.
Lengi hafa verkfræðinemar einungis
drukkið úr dönskum grænum
bjórdósum en aukinn fjö 1 breytileiki
í vínafurðum einkenndi námsárið
að þessu sinni. Það kom meðal
annars til vegna tregðu söluaðila í
samningaviðræðum. Útkoman úr
þeirri tilraun var í raun jákvæð og
virðist stefna á það langtímamarkmið,
sem íslensk bjórmenning þokast í átt
að, gæði fram yíir magn og mögulega
Díódulýsinq
frá <É*SloanLED
VT Leoders In LEO Technology
www.sloanled.com
Fjölbreyttir notkunarmöguleikar inni og úti, ýmsar lausnir, sérhönnuð í skilti, í kappalýsingar
eða til að uppfæra lýsingu í eldri skiltum, einnig stök Ijós, spennar og nauðsynlegir fylgihlutir
Gunnar Eggertsson hf.
heimilisfang
Sundagarðar 6
104 Reykjavík, lceland
sfmi.
+354 525 3800
fax
+354 525 3810
netfang veffang
ge@ge.is www.ge.is