Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 42

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 42
Þróunaráœtlun/ Masterplan Keflavíkurflusvallar 2015-2040 Keflavíkurflugvöllur var byggður af bandaríska hernum á Miðnesheiði í 2. heimsstyrjöldinni. Hann var opnaður 24. mars 1943 sem áningarstaður í millilandaflugi og hefur verið það síðan. í hugum Islendinga hét flugvöllurinn alltaf Keflavíkurflugvöllur en skv. hefðum bandaríska hersins fékk hann nafnið Meeks Field eftir ungum bandarískum orrustuflugmanni sem fórst í flugslysi á Reykjavrkurflugvelli árið 1941. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð norðan við flugvöllinn í apríl 1987 þegar farþegaflug var orðið það umfangsmikið að flugstöðin á svokölluðu Háaleitishlaði (Austurhlaði) annaði ekki lengur eftirspurn. Flugvöllurinn er vel búinn tveimur flugbrautum, taxikeríi (flugvélaaksturskerfi) og flughlöðum sem bandaríski herinn lagði að megninu til á herárunum. Flugstöðin hefur annað sínu hlutverki vel þó með þörfum fyrir stækkanir og úrbætur með tilkomu aukins farþegafjölda á undanförnum árum. Þegar flugstöðin var byggð mátti heyra ýmsar úrtöluraddir vegna stærðar hennar og íburðar sem talið var að Islendingar myndu aldrei fá not fyrir. Annað hefur komið á daginn og er llugstöðin í dag oft yfirfull á háannatímum og þöríin fyrir meira rými orðin knýjandi. Flugvélahreyfingar á flugvellinum eru að sama skapi orðnar það margar að huga þarf að aukinni afkastagetu fyrir flugtök og lendingar innan ófárra ára til þess að hægt verði að anna fyrirætlunum flugfélaga sem nota völlinn. Til þess að þróun flugvallarins til framtíðar geti átt sér stað með hagsmuni llugvallarins að leiðarljósi og til þess að nærsamfélagið og aðrir hagsmunaaðilar séu samstíga og samstaða sé um uppbygginguna var farið í vinnu við mótun Masterplans flugvallarins. Masterplan er framtíðarsýn flugvallarins í Pálmi Freyr Randversson Verkefnastjóri uppbyggingar og þróunarmála hjá Isavia skipulagsmálum. Sem lögformleg skipulög hefur Keflavíkurflugvöllur bæði aðalskipulags- og deiliskipulagsáætlanir. Masterplan er aftur á móti leiðarljós flugvallarins og sýnir þá landnotkun sem best hentar flugvellinum til þess að vaxa til framtíðar. Við mótun Masterplans 2015-2040 var mikið samráð haft við hagsmunaaðila flugvallarins. Sveitarfélög á Reykjanesi voru dregin að borðinu, hagsmunaaðilar með rekstur á flugvellinum, ráðuneyti og aðrir sem hafa hagsmuna að gæta til framtíðar. Flugumferðarstjórn, öryggisnefnd flugmála, starfsfólk Isavia og aðrir með sérhæfða þekkingu voru sömuleiðis með í ráðum til þess að niðurstaða áætlunargerðarinnar yrði raunhæf og með hagsmuni notenda og samfélagsins að leiðarljósi. Flugvöllur Masterplan Keflavíkurflugvallar leggur til landnotkunaráætlun fyrir flugvöllinn, áætlun um úrbætur í umhverfismálum og uppbyggingaráætlun nærumhveríis flugvallarins, svokallað Airport City. Landnotkunaráætlunin snýr að flugvellinum sjálfum svo sem, flugbrautum, taxikerfi og flughlöðum, uppbyggingu Háaleitishlaðs og þróun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.