Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 45

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 45
Viðtöl við verkfrœðinga Hvaða grunngráðu kláraðir þú og hvenær? Ég tók Master of Science in Engineering frá Johns Hopkins University, Baltimore, USA, 1991, í sveiflugreiningu (jarðskjálfta- og vindverkfræði, með áherslu á jarðskjálftaverkfræði). Meistaraverkefnið heitir: Evaluation of a Loss Estimation Model for Earthquakes. Eg er með doktorspróf frá HI sem ég varði 26. febrúar 2016. Doktorsverkefnið heitir: Towards a theoretical foundation for disaster- related management systems, a system dynamics approach. Við hvað starfar þú í dag? Ég var að 1 júka doktorspróh svo að síðustu ár hefi ég verið nemandi. En á sama tíma hefi ég verið sjálfsstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og rek lítið ráðgjafafyrirtæki sem heitir Rainrace ehf., sem ég stofnaði 2003. Rainrace sinnir alls konar ráðgjöf í sambandi við áhrif náttúruhamfara á byggð. Ég er einnig með hlutastöðu á Rannsóknarmiðstöð HI í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi þar sem ég sinni rannsóknaverkefnum. Auk þess starfa ég í neyðarteymum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Ég fór í fá útköll á meðan ég var í náminu en ætla að fara að sinna þessum teymum betur. Ég starfa einnig með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni en það er launalaust. Er mikilfjölhreytni ístarfinu? Mitt áhugasvið er áhrif náttúruhamfara á byggð og hef valið mér störf og verkefni sem tengjast því. Það eru margs konar verkefni sem þarf að sinna eins og greiningar á náttúruvá og hversu hætt mannvirki og byggðaveitur eru gagnvart skemmdum, forvarnaverkefnum til draga úr líkum á skemmdum, margs konar viðbúnaði til að vera undirbúinn að takast á við náttúruhamfarir í byggð og afleiðingar þeirra, og svo kerfisbundnu lærdómsferli í kjölfar náttúruhamfara í byggð. Viðskiptavinir eru afar mismunandi (t.d., ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveitarfélög, alþjóðastofnanir, rannsóknarstofnanir) og því þurfa verkefni að vera leyst með þarfir Sólveig Þorvaldsdóttir Jarðskjálftaverkfræðingur hvers og eins í huga. Fjölbreytnin er því mikil. Flest verkefni eru erlendis, sem krefst ferðalaga, en hægt er að vinna hluta verkefnanna heima og í gegnum Skype sem hjálpar til við að draga úr ferðalögum og kostnaði. Hvert er eftirminnilegasta/ skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið að síðan þú laukst námi? Það eru nú bara 2 vikur síðan ég lauk PhD svo ég er enn að njóta þess að það sé yfirstaðið. Eftir grunnnám vann ég hjá ÍSTAK í tvö ár. Eftirminnilegasta verkefnið hjá ÍSTAK var að dýpka innsiglinguna í Sandgerði. Leigður var prammi frá Noregi og boraðar holur með lm millibili sem voru fylltar með dýnamíti og sprengdar um 20 holur í einu. Eftir meistaraverkefnið vann ég í Kaliforniu í tvö ár. í Kaliforníu var ég að greina mynstur í húsaskemmdum og studdist við gagnagrunn með upplýsingum frá 120.000 skemmdum húsurn eftir Northridge jarðskjálftann í Kaliforníu 1994. Á árunum 1996-2003 var ég framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.