Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 45

Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 45
Viðtöl við verkfrœðinga Hvaða grunngráðu kláraðir þú og hvenær? Ég tók Master of Science in Engineering frá Johns Hopkins University, Baltimore, USA, 1991, í sveiflugreiningu (jarðskjálfta- og vindverkfræði, með áherslu á jarðskjálftaverkfræði). Meistaraverkefnið heitir: Evaluation of a Loss Estimation Model for Earthquakes. Eg er með doktorspróf frá HI sem ég varði 26. febrúar 2016. Doktorsverkefnið heitir: Towards a theoretical foundation for disaster- related management systems, a system dynamics approach. Við hvað starfar þú í dag? Ég var að 1 júka doktorspróh svo að síðustu ár hefi ég verið nemandi. En á sama tíma hefi ég verið sjálfsstætt starfandi ráðgjafaverkfræðingur og rek lítið ráðgjafafyrirtæki sem heitir Rainrace ehf., sem ég stofnaði 2003. Rainrace sinnir alls konar ráðgjöf í sambandi við áhrif náttúruhamfara á byggð. Ég er einnig með hlutastöðu á Rannsóknarmiðstöð HI í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi þar sem ég sinni rannsóknaverkefnum. Auk þess starfa ég í neyðarteymum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Ég fór í fá útköll á meðan ég var í náminu en ætla að fara að sinna þessum teymum betur. Ég starfa einnig með íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni en það er launalaust. Er mikilfjölhreytni ístarfinu? Mitt áhugasvið er áhrif náttúruhamfara á byggð og hef valið mér störf og verkefni sem tengjast því. Það eru margs konar verkefni sem þarf að sinna eins og greiningar á náttúruvá og hversu hætt mannvirki og byggðaveitur eru gagnvart skemmdum, forvarnaverkefnum til draga úr líkum á skemmdum, margs konar viðbúnaði til að vera undirbúinn að takast á við náttúruhamfarir í byggð og afleiðingar þeirra, og svo kerfisbundnu lærdómsferli í kjölfar náttúruhamfara í byggð. Viðskiptavinir eru afar mismunandi (t.d., ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveitarfélög, alþjóðastofnanir, rannsóknarstofnanir) og því þurfa verkefni að vera leyst með þarfir Sólveig Þorvaldsdóttir Jarðskjálftaverkfræðingur hvers og eins í huga. Fjölbreytnin er því mikil. Flest verkefni eru erlendis, sem krefst ferðalaga, en hægt er að vinna hluta verkefnanna heima og í gegnum Skype sem hjálpar til við að draga úr ferðalögum og kostnaði. Hvert er eftirminnilegasta/ skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið að síðan þú laukst námi? Það eru nú bara 2 vikur síðan ég lauk PhD svo ég er enn að njóta þess að það sé yfirstaðið. Eftir grunnnám vann ég hjá ÍSTAK í tvö ár. Eftirminnilegasta verkefnið hjá ÍSTAK var að dýpka innsiglinguna í Sandgerði. Leigður var prammi frá Noregi og boraðar holur með lm millibili sem voru fylltar með dýnamíti og sprengdar um 20 holur í einu. Eftir meistaraverkefnið vann ég í Kaliforniu í tvö ár. í Kaliforníu var ég að greina mynstur í húsaskemmdum og studdist við gagnagrunn með upplýsingum frá 120.000 skemmdum húsurn eftir Northridge jarðskjálftann í Kaliforníu 1994. Á árunum 1996-2003 var ég framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins.

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.