Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 62
Brýr yfir
breiða íirði
Noregur er fjörðum skorið land
og vegakerfið þar hefur því víða
verið háð ferjusamgöngum. Norska
vegagerðin byrjaði árið 2010 að
rannsaka möguleikana á að koma á
ferjulausum vegi milli Kristiansand
í suðri til Þrándheims. Þar á milli
eru önnur tvö stór þéttbýlissvæði,
Stafangur og Björgvin, ásamt
ýmsum minni bæjum svo sem
Haugasund, Alasund, Molde og
Kristiansund. Vegurinn sem tengir
þessi þéttbýlissvæði saman er
Evrópuvegurinn E39, sem nær frá
Þrándheimi í Noregi til Álaborgar
í Danmörku þar sem hann tengist
E45 sem liggur suður til Þýskalands.
Þannig tengir E39 vegakerfi Noregs
við vegakerfi Evrópu með ferju sem
gengur á milli Hirsthals í Danmörku
og Kristiansand í Noregi.
Vegalengdin frá Kristinsand til
Þrándheims er um 1060 km. Á þeirri
leið eru nú átta ferjur sem er það
mesta sem þekkist á nokkrum vegi
í Evrópu. I dag tekur u.þ.b. 20 tíma
að keyra þessa leið. Þar af eyða
vegfarendur að minnsta kosti þremur
klst. samtals í ferjusiglingar, ef þeir
eru svo heppnir að hitta á að vera við
Jónas Þór Snæbjörnsson
Prófessor á byggingasviði við
Háskólann í Reykjavík
ferjulægin á réttum tíma. Kostnaður
vegfarenda við að keyra þessa leið í
dag er um 150 ÍSK/km [1,2].
í norsku samgönguáætluninni fyrir
tímabilið 2014 til 2023, staðfesti
norska stórþingið það markmið að
Evrópuvegurinn E39 yrði ferjulaus
fyrir árið 2030. Síðan þá hefur Norska
vegagerðin unnið markvisst að því að
gera það markmið að veruleika.
Með ferjufríum vegi ásamt öðrum
endurbótum á veglínum og öryggi
vegarins þannig að hægt verði að
hækka hámarkshraða í 90-100
km/klst., þá er áætlað að heildar
ferðatíminn verði rúmlega 11
klst. Kostnaðurinn við umræddar
framkvæmdir er í heild áætlaður 130
milljarðar norskra króna eða u.þ.b.
2000 milljarðar íslenskra króna [1,
2]. Verkefninu Ferjufrír E39 er skipt í
fjögur undirverkefni:
Romsdalsfjorden
Sulafiorden
Vartdalsfjorden
Nordfjorden
Sognefjorden
Bjwnafjorden
3oknafjorden
ITRONDHEIM
KRISTIANSANDI
Halsaqorden
Julsundet
Mynd 1. Evrópuvegurinn E39, eftir vesturströnd
Noregs milli Kristiansand í suðri og Þránd-
heims ínorðri. Heildarvegalengd 1100 km; átta
ferjuleiðir í dag, þverunarkostnaður 25 bilijón
USD næstu 20 ár (2014-2033) (Oiav Ellevset,
2014 [3]).
q Samfélag (Samfunn), sem á að kanna
hvaða áhrif verkefnið mun hafa á
búsetuskilyrði og fyrirtækjarekstur á
þeim svæðum sem tengjast E39.
q Þverun fjarða (Fjordkryssing), sem á
að leita tæknilegra lausna við þverun á
breiðum og djúpum fjörðum.
q Orka (Energi), sem á að kanna
möguleikana á að tengja verkefnið við
orkuöllun frá vindi, sjávarstraumum
og öldum, m.a. til að afla orku
fyrir rafmagnsbíla og rekstur
mannvirkjanna.
q Framkvæmd og samningar
(Gjennomfpringsstrategier
og kontraktsform), sem á
að kanna hvernig best er að
standa að samningagerð og
framkvæmdastjórnun stórra verkefna
af þessu tagi.