Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.2016, Blaðsíða 6
Umhverfis- og byggingarverkjrœðideild Yfirlit ársins 2015 Guðimmdur Freyr Úlfarsson Prófessor og deildarforseti Guðmundur Freyr Ulfarsson lauk BS prófi í eðlisfrœði árið 1994 og tölvunarfræði árið 1996 frá Háskóla Islands. Hann lauk meistaragráðu 1997 og doktorsprófi 2001 í samgönguverkfræði frá University of Washington. Hann starfaði sem sérfrœðingur hjá University of Washington árin 2001—2003, sem Assistant Professor við Washington University in St. Louis, í Missouri árin 2003-2007. Guðmundur hóf störfhjá Háskóla Islands sem prófessor árið 2007 við Umhverfis- og byggingarverkfrœðideild. Hann gegndi stöðu varadeildarforseta árin 2008-2014, var formaður Verkfræðistofimnar Háskóla íslands 2012-2015 og varð deildarforseti árið 2014. Doktorsnám Á árinu 2015 útskrifaðist einn einstaklingur með doktorspróf frá deildinni. Miðvikudaginn 23. september 2015 flutti Eeva- Sofia Sáynájoki fyrirlestur um doktorsverkefni sitt í umhverfisfræði. Verkefnið bar heitið Vannýttir möguleikar í borgarskipulagi: Að ná meiri árangri í umhverfissjálfbærni (The Untapped Potential of Urban Planning: Achieving Greater Success in Environmental Sustainability). Um var að ræða sameiginlega prófgráðu frá Háskóla Islands og Aalto University og fór doktorsvörnin fram í Helsinki 4. september sl. Andmælandi við doktorsvörnina var dr. Jyri Seppálá, prófessor við Finnish Environment Institute. Leiðbeinandi Eevu í verkefninu var dr. Jukka Heinonen, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Islands, auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Seppo Junnila, prófessor við Department of Real Estate, Planning and Geoinformatics, Aalto University, Finnlandi, og dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor við Umhverfis- og by gg i ngarverkfræ ð i de i ld Háskóla íslands. Um 18 doktorsnemendur stunda nú nám við deildina. Doktorsverkefnin eru fjölbreytt og eru mikilvægur Iiður í rannsóknum og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Doktorsverkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá erlendum stofnunum og háskólum. Doktorsverkefni og greinar sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar (http://www.hi.is/umhverfis_ og_byggingarverkfraedideild/ doktorsnemar). BS nám Á árinu 2015 útskrifuðust 22 (11 konur og 11 karlar) með BS próf í umhverfis- og byggingarverkfræði. Nokkur hluti heldur áfram og lýkur MS gráðu í verkfræði við deildina og öðlast þar með rétt til að fá starfsheitið verkfræðingur. Námið er fjölbreytt og tekur á helstu sameiginlegu fagsviðum umhverfis- og byggingarverkfræði. Deildin hefur unnið að því að styrkja og auka verklega þátt námsins. BS námið býður upp á fyrstu skref í átt til sérhæfingar en það er í meistaranáminu sem nemendur sérhæfa sig á tilteknu sviði 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.