Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 7

Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 7
Búsetuþjónusta við aldrað fatlað fólk A undanförnum árum hefur aldur þroska- hamlaðs fólks farið hækltandi. Þessi stað- reynd hefur orðið tilefni umræðna meðal fagmanna varðandi áherslur í þjónustu við aldrað fatlað fólk. Ymsar spurningar hafa vaknað. Spurningar eins og - hvort og þá hvaða áhrif hefur öldrun fatlaðs einstak- lings á búsetu hans? Er viðkomandi aldr- aður eða fatlaður? Á þroskahamlaður ein- staklingur sem búsettur er á sambýli að flytja á öldrunarstofnun þegar hann verð- ur 67 ára? Hvort er - ef svo má að orði komast, betra að tilheyra hópi fatlaðs eða aldraðs fólks? Til þess að svara þessum spurningum er nauðsynlegt að skoða örlítið hvað laga- bókstafurinn segir. Eins og kunnugt er, eru í gildi sérlög bæði varðandi málefni fatlaðra og málefni aldraðra sem eiga að tryggja ákveðin rétt- indi þessara hópa. I markmiðum laga um málefni fatl- aðra nr. 59/1992 kemur fram í 1. gr. að tryggja eigi fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðli- legu lífi. I 1. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 kemur fram að markmið þeirra sé að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsá- kvörðunarréttur þeirra sé virtur. Áhugavert er að bera saman markmið þessara tveggja laga. Það á að tryggja fötl- Sigríður I. Daníelsdóttir, þroskaþjólfi. uðum jafnrétti og sambærileg lífskjör en það á að gæta þess að aldraðir njóti jafn- réttis og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Það er sem sagt alls ekki kveðið eins fast að orði í lögum um málefni aldraðra eins og í lögum um málefni fatlaðra varð- andi jafnrétti, sambærileg lífskjör og sjálfs- ákvörðunarrétt. Og - í lögum um málefni aldraðra er ákvæðið um jafnrétti og sjálfsákvörðunar- rétt einstaldings nefnt í þriðju málsgrein 1. greinar laganna. Á eftir atriðum sem varða heilbrigðis- og félagsþjónustu og bú- setu- og stofnanaþjónustu. Vert er að benda á að heilbrigðis- og félagsþjónusta er í boði fyrir alla þjóðfé- lagsþegna og því athyglisvert að sjá ákvæði um þá þætti í fyrstu málsgrein fyrstu greinar laga um málefni aldraðra. Einnig er annað atriði sem ætla má að skipti máli í þessu sambandi en það er að málefni fatlaðra heyra undir félagsmála- ráðuneytið og málefni þess þar af leiðandi unnin út frá félagsfræðilegum forsendum. Málefni aldraðra heyra hins vegar undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið sem getur bent til þess að litið sé á aldrað fólk sem sjúklinga og þjónustan miðuð út frá því. Á síðastliðnum aldarfjórðungi hafa miklar breytingar og jákvæð þróun átt sér stað í þjónustu við fatlað fólk. Stóru sólar- hringsstofnanirnar hafa verið aflagðar að mestu og býr margt þroskahamlað fólk nú í litlum heimiliseiningum víða í samfélag- inu. Á sama tíma, það er síðastliðin 20 ár virðist búsetuþjónusta við aldrað fólk lítið hafa breyst. Stórar stofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili starfræktar um allt land og uppbygging þeirra er enn að eiga sér stað. Það er því ekki hægt að sjá nein markviss áform um aflagningu þeirra. Eins og áður er komið fram nær fatlað fólk nú almennt hærri lífaldri en áður. Samkvæmt skilgreiningu hins opinbera er fatlaður einstaklingur sem nær 67 ára aldri ekki lengur skilgreindur sem fatlaður heldur aldraður. Þetta staðfestist með því að örorkugreiðslur fatlaðs einstaklings breytast í ellilífeyri við 67 ára aldur. Að undanförnu hafa því noldkrar um- ræður orðið meðal fagfólks hvort ekki sé rétt að þetta fuilorðna fatlaða fóllc sem býr á heimilum fyrir fatlaða (sambýlum) flytji á öldrunarstofnun. Viðkomandi séu sam- kvæmt áðurgreindu ekld lengur fatlaðir einstaklingar heldur aldraðir. Þeir séu þar með ekki lengur skjólstæðingar svæðis- skrifstofanna og félagsmálaráðuneytis heldur aldraðir einstaldingar og málefni þeirra þar með á ábyrgð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Hvaða sjónarmið liggja að bald áður- nefndrar spurningar? Á hvað er horft? Lagabókstafinn eða hag einstaldingsins? Hvaða hagsmunum er þjónað - stofnunar- innar eða manneskjunnar? Er Iíldegt að lífsgæði einstaldings aukist við þessar breyttu aðstæður - og þá hvernig? Er fötl-

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.