Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 13
Útskriftarhópur órsins 1964. Fró vinstri: Sigríður Eyjólfsdóttir í fyrstu varastjórn, Helga Birna Gunnarsdóttir fyrsti ritari, Árný Kolbeinsdóttir fyrsti gjaldkeri,
Sonja Larsen endurskoðandi, Jóna Helgadóttir, Erla Friðleifsdóttir, endurskoðandi og Ester Pétursdóttir.
á um það hvort verðandi þroskaþjálfar
ættu erindi inn í háskóla sem fyrst og
fremst menntaði fólk til að vinna með
börnum, eða fylgja eftir þeim fagstéttum
sem þroskaþjálfar höfðu starfað hvað
lengst með, töldu sig eiga meiri samleið
með og sem nutu menntunnar frá Há-
skóla Islands. Víðtækur skilningur var
meðal stéttarinnar um að Háskóli íslands
hefði meiri burði til að mennta stétt með
svo viðamikið starfsvið sem þroskaþjálfun
er.
Það sjónarmið varð þó ofan á að
standa ekki í veginum fyrir því að skólinn
yrði fluttur í Kennaraháskólann.
lokaqrð
helga birna um leið og þér er
ÞAKKAÐ FYRIR AÐ TJÁ HUG ÞINN
UM UPPHAF STARFSSTÉTTARINNAR,
GEFST ÞÉR TÆKIFÆRI TIL AÐ SENDA
FÉLÖGUM ÞÍNUM HUGLEIÐINGAR
UM STÖÐUNA NÚ OG FRAMTÍÐAR-
SÝN ÞÍNA í MÁLAFLOKKNUM.
Eins og ég sagði áðan voru aðstæður
við stofnun Félags gæslusystra sérstakar.
Við stóðum á tímamótum, á aðra hlið
hagræðingarsjónarmið einangrunarstefn-
unnar með ómannúðlegum lausnum fyrir
það fólk sem ekki rúmaðist innan gildis-
mats þess tíma og í skjóli þess að það gat
ekki varið sig sjálft. Hinsvegar örlaði á
þýðum viðhorfum úr fjarlægð sem boð-
uðu ný manngildissjónarmið, - það gerði
gæfumuninn.
En þó að það hafi orðið stórstígar
breytingar í málefnum þess fólks sem skil-
greint er fatiað í okltar samfélagi síðan við
gæslusysturnar stofnuðum félagið okkar,
þá tel ég margt óunnið áður en hægt er að
segja með réttu að því hafi verið tryggt
það sem þorri þjóðarinnar telur í dag vera
eðlileg lífsgæði. Til þess þarf að mínu mati
mikil og róttæk viðhorfsbreyting að eiga
sér stað hjá okkur sem að málefnum þessa
hóps koma . Það er ekki nóg að skilgreina
hvað stjórnvöld telja gæði í þjónustu eða
mæla árangurinn með reglustikum stjórn-
unarkenninga. Fatlaðir fá ekki notið fullra
mannréttinda og þeirra lífsgæða sem al-
menningur nýtur fyrr en frelsi þeirra verð-
ur tryggt með sama hætti og annarra
þegna þessa samfélags. Lífsgæði okkar
byggjast fyrst og fremst á frelsi, frelsinu til
að velja hvernig við högum lífi okkar. Því
miður held ég að það sé alveg sama hvað
við reynum að vanda okkur mikið við að
áætla hvað einn samfélagshópur vill eða
þarfnast, það verður alltaf dæmt til að mis-
takast. Það er hugsunarháttur sem hefur
verið brotinn á bak aftur í samfélagi ófatl-
aðra á vesturlöndum en einhverra hluta
vegna eru berlínamúrarnir enn við lýði í
heimi þeirra sem þurfa á auknum samfé-
lagsstuðningi að halda. Framundan eru þó
bjartir tímar og menn eru sífellt að átta sig
betur og betur á því að það þjónar hvorki
sjónarmiðum hagkvæmninnar né hags-
munum fatlaðra að beita aðferðum áætl-
unarbúskaparins á þennan þjóðfélagshóp
öðrum fremur. Vonandi líður ekki á löngu
þar til að sú hugsun verður aðeins til sem
fortíð á prenti, líkt og svo margt sem nú
heyrir sögunni til og við lesum um í við-
tölum eins og þessu.
Ég óska okkur öllum til hamingju með
afmælið.
TAKK FYRIR HELGA BIRNA.
Að loknu viðtalinu gat ég ekki annað
en hugsað um þann gífurlega mun sem er
á aðbúnaði fólks með fötlun nú og þá.
Meðan ég klæddi mig í úlpuna flaug hug-
urinn suður í Kópavog þar sem ég sjálf
steig mín fyrstu skref í starfi með fötluð-
um á deild 4 á Kópavogshæli, þá 14 ára
gömul í sumarvinnu. Það er ekki hægt að
ímynda sér muninn á aðbúnaðinum, ég
steig út í vorloftið og gladdist yfir þeim
mun!
Viðtalið tók Hulda Harðardóttir, þroskaþjálfi.