Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 18

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 18
Starfsánægja þroskaþjálfa Kynning Árið 1992 útskrifaðist ég frá Þroska- þjálfaskóla Islands og hef unnið sem þroskaþjálfi síðan. Vorið 2004 útskrifaðist ég frá Kennaraháskóla Islands með 15 ein- inga viðbótarnám og BA gráðu. Haustið 2004 hóf ég síðan 60 eininga meistaranám í fötlunarfræði við Háskóla Islands. I tengslum við meistaranám mitt í HI leitaði ég til stjórnar Þroskaþjálfafélags Is- lands (Þl) vegna verkefnavinnu. Verkefn- ið var að gera spurningakönnun. Erindi mínu var vel tekið og fékk ég aðgang að nöfnum þroskaþjálfa sem að voru tekin af handahófi úr félagatali Þroskaþjálfafélags- ins. Spurningalistinn var sendur út til 200 þroskaþjálfa í október 2004. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu við- brögð voru ekki góð en eftir uppgefinn frest höfðu aðeins 36 spurningalistar borist mér. En eftir umræðu á heimasíðu ÞI tóku þroskaþjálfar við sér og í fram- haldi af því bárust 112 listar á skömmum tíma. Svörunin varð því að lokum 53%. Spurningakönnunin fól í sér að afla upplýsinga um m.a. kyn, aldur, starfsaldur og vinnustað. Einnig var leitað upplýsinga um atriði eins og starfsaðstöðu, álag í starfi, laun og viðurkenningu í starfi. Auk þess var spurt um undirbúningstíma; hversu mikill hann væri, hvort hann væri nægur, ef ekki, þá hvað væri nægjanlegur undirbúningstími. Helstu niðurstöður — Starfsvettvangur Þegar spurt var hvar þroskaþjálfar störfuðu kom í ljós að flestir þeirra störf- uðu í skólum, þ.e. í leik- grunn- eða fram- haldsskóla eins og fram kemur á mynd 1. Þessi niðurstaða endurspeglar niður- stöður símakönnunar sem Fagráð Þl stóð Starfsvettvcmgur þroskaþjálfa 40 --------------------- 35 --------------------- 30 ------- ------------- 25 ------- ------------- Búseta Skólar Dag- Annoð þjólfun fyrir í janúar 2005 meðal nýútskrifaðra þroskaþjálfa. Undirbúningstímar, símenntun, virðing Af þátttakendum svöruðu 25% að undirbúningstímar ættu ekki við í þeirra starfi. Ástæður þess voru m.a. að þátttak- andinn starfar sem ráðgjafi og/eða stjórn- andi. Um 42% þátttakenda sem höfðu undirbúningatíma töldu hann nægan. Þeir sem svöruðu að þeir hefðu ekki næg- an undirbúningstíma voru um 33% og töldu að 9 klst. væri nægur undirbúnings- tími. Þátttakendur voru spurðir um sí- menntun og þróun í starfi. Niðurstöðurn- ar gefa til kynna að flestir þátttakendur sýna frumkvæði við að afla sér endur- menntunar og leita sér nýrra leiða til að þróast í starfi. Tæplega 70% af þátttak- Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir. endum töldu að þekking þeirra og hæfi- leikar nýtist þeim vel í starfi. Langflestir þátttakendur töldu að bor- in væri virðing fyrir faglegum vinnubrögð- um þeirra á þeim vinnustöðum sem að þeir starfa á. Þegar spurt var um starfsaðstöðu kom í ljós að langflestir svarenda eða um 55% hafa góða starfsaðstöðu og góðan aðgang að tækjum og gögnum til þess að sinna starfinu vel eins og sýnt er á mynd 2. Á heildina litið er Mjög Frekar Hvorki Frekar Mjög sammöla sammöla né ósammóla ósammúla

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.