Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 29

Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 29
-» 1998 útskrifuðust fyrstu nemendurnir með B.Ed.-gráðu í þroskaþjálf- un (nú BA gráða) frá Kennaraháskóla íslands en það ár voru liðin 40 árum frá því nám við Gæslusystraskóla íslands hófst. -» 1999 samþykkti aðalfundur félagsins að félagið segði sig úr Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og um leið úr BSRB, jafnframt var samþykkt að sækja um aðild að Bandalagi Háskólamanna. í júní þetta sama ár samþykkti BHM umsókn Þroskaþjálfafélags íslands um aðild að banda- laginu. Þroskaþjálfafélagið gerðist aðili að samstarfi um nýja Símennt- unarstofnun við Kennaraháskóla íslands, félagið átti þar með einn full- trúa í stjórn stofnunarinnar. -> 2000 hefst fyrsta framhaldsnám fyrir þroskaþjálfa við framhaldsdeild Kennaraháskóla íslands, 30 eininga fjarnám. -> f byrjun árs 2005 voru í kringum 400 þroskaþjálfar með stéttarfélags- aðild að Þroskaþjálfafélagi fslands. -» Réttindi til að starfa sem þroskaþjálfi hér á landi og kalla sig þroska- þjálfa hefur sá einn sem hefur fengið til þess starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Starfsleyfi til að stunda þroskaþjálfun fá þeir einir sem lokið hafa prófi í þroskaþjálfun á íslandi eða hlið- stæðu námi erlendis. -> í 40 ára sögu stéttarinnar hafa tveir þroskaþjálfar, þær Jóhanna Bóel Sigurðardóttir og Gréta Bachmann, verið þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmdar riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu þroskahefts fólks. voru heilsufarsupplýsingarnar almennt í vörslu starfsfólksins en ekki hafSar í einka- rými fólksins sjálfs. Samlcvæmt því sem fram kom í könn- uninni höfSu stofnanirnar, sem hér um ræðir, í fæstum tilvikum mótað stefnu til að starfa eftir í heilsueflingar- og/eða for- varnarmálum. í þeim tilvikum sem slík stefna var til staðar var hún ekki ótvírætt ætluð til að móta þjónustuna hvað þessa þætti varðar heldur var henni í sumum til- vikum eingöngu beint að starfsfólki. Auk þess kom fram að innan við helmings lík- ur eru á því að þjónustustofnanirnar hafi samstarf við stofnanir á heilbrigðissviði vegna fræðslu- og/eða forvarnarmála. Fræðikonan Jobling (2001) segir að til að mæta þörf fólks með þroskahömlun fýrir viðeigandi fræðslu um heilsueflingu og forvarnir þurfi þjónustukerfin að vinna saman að slílcum málum. Einnig hefur verið bent á að til að tryggja heilbrigði fólks með þroskahömlun sé mikilvægt að samþætta þjónustuna við einstaldingana og því reyni á samstarf heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu (Gerður Aagot Árnadóttir, 2004). Mikilvægt er að stofnanir sem veita fólki með þroskahömlun þjónustu setji sér stefnu í ofangreindum málum. Fram- kvæmd hennar taki miða af sérþörfum hópsins fyrir fræðslu og stuðning í heilsu- eflingar- og forvarnarmálum. Vert er að taka fram að niðurstöður könnunarinnar gefa ákveðnar vísbending- ar um hver staða mála er hvað ofangreinda þætti varðar en varast ber að alhæfa um þær. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til yfirmanna stofnanna sem veittu góðfúslegt leyfi fyrir framkvæmd könnunarinnar og einnig til allra þeirra sem þátt tóku. Þroskaþjálfastéttinni óska ég til ham- ingju með 40 ára afmælið. Heimildaskrá Gerður Aagot Árnadóttir (2004). Fær fólk með þroskahömlun sjúkdóma? Tíma- ritið Þroskahjálp, 26 (2), 18-22. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið (2001). Heilbrigðisáœtlun til ársins 2010. Langtímamarkmið í heilbrigðismál- um. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. Jobling, A. (2001). Beyond sex and cooking: Health education for individuals with intellectual disability. Mental Retar- dation, 39 (4), 310-321. Landlæknisembættið (2003). Aherslur til heilsueflingar. Skýrsla fagráðs Land- læknisembættisins um heilsueflingu. Reykjavík: Landlæknisembættið. Muff, E. K. (2001). Seksuelle overgreb pá mennesker med handicap. Et litterat- urstudie. Kobenhavn: Socialt Udviklingscenter SUS. Rannveig Traustadóttir (2003). Fötl- unarfræði: Sjónarhorn, áherslur og aðferð- ir á nýju fræðasviði. I Rannveig Trausta- dóttir (ritstj.) Fötlunarfrœði: Nýjar íslensk- ar rannsóknir (bls. 17-51). Reykjavík: Há- skólaútgáfan. Sigrún Gunnarsdóttir (2000). Líðan starfsmanna á sjúkrahúsi: Heilsuefling frá sjónarhorni starfsfólks í eldhúsi og þvotta- húsi. M.A. ritgerð: Háskóli Islands, Hjúkrunarfræðideild. Walsh. P. N. og Heller. T. (ritstj.) (2002). Health ofwomen with intellectual disabilities. Oxford: Blackwell. Walsh. P. N. (2002). Women's health: A contextual approach. I P. N. Walsh ogT. Heller (ritstj.), Health of women with in- tellectual disabilities (bls. 7-21). Oxford: Blackwell. Hrönn Kristjánsdóttir, útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla íslands 1979. Framhalds- nám í stjórnun frá sama skóla 1995. Viðbót- arnám til B.Ed.-gráðu í þroskaþjálfun frá Kennaraháskóla Islands árið 2000. Legg nú stund á MA nám í fötlunarfræðum við Há- skóla íslands undir leiðsögn Dr. Rannveigar Traustadóttur prófessors.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.