Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 31

Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 31
munur á. Ég er nú að vinna á sambýli þar sem átta einstaklingar búa og eru þeir flestir í eldri kantinum. Þetta er mjög spennandi starf enda fer þessi hópur þjón- ustunotenda vaxandi og oft þarf að finna ný úrræði og búsetutilboð vegna þess að mörg sambýli eru ekki í stakk búin til að mæta þörfum fatlaðra eldri borgara. Þegar ég byrjaði að vinna í Noregi voru gróskutímar og peningar ekki mikið vandamál en á síðastliðnum árum hefur það snúist við og sparnaður er algengasta orðið á öllum starfsmannafundum. Þetta tekur á þar sem það er oftar en ekki fatl- aðir og börn sem finna mest fyrir sparn- aði. A síðasta vinnustað mínum var reyndar hægt að draga úr starfsmanna- haldi án þess að það kæmi niður á faglegu starfi. En það er því miður ekki svo alls staðar og það líður ekki sú vilca án þess að bæjarblöðin birti greinar um sparnað og hversu illa hann kemur niður á þjónustu við fatlaða. I sveitafélaginu, þar sem ég vann, var mikil áhersla lögð á sjálfsákvörðunarrétt fatlaðra og í október síðastliðinn var hald- m ráðstefna sem bar yfirskriftina „Jeg gjor det“ (Ég geri það) sem var framhald ráð- stefnu sem haldin var fyrir tveimur árum sem bar yfirskriftina „Hvem bestemmer i ditt liv“ (Hver ákveður í þínu lífi). Á ráð- stefnunni voru það þjónustunotendur sem báru hitann og þungann af fyrirlestr- um og hópastarfi. Þessi ráðstefna var mjög áhugaverð og vakti mig og aðra þátttak- endur til umhugsunar um það hvernig við vinnum starf okkar. Er það okkar starf að segja íbúum hvernig íbúðin þeirra á að líta út? Er það okkar starf að segja þeim hversu mikið þau mega reykja eða dreldta? Er það okkar starf að segja þeim hversu lengi þau mega sofa þegar þau eiga frí? Hérna og á Islandi er forræðishyggjan ennþá ríkjandi og við teljum okkur oft vita betur en þjónustunotendur hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu. Ég vona bara að þessi ráðstefna veki fólk til umhugsunar og að fatlaðir einstaklingar fái að lifa líf- inu á sínum forsendum en ekki okkar. Ólöf Haflína Ingólfsdóttir. Útskrifuð úr þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla Islands 1999 Starfar á sambýlinu Oppsjö, Noregi. Þroskaþjálfafélag íslands W ára 18. maí 1965 - 18. maí 2005 Þann 18. maí fagna þroskaþjálfar að liðin eru 40 ár frá stofnun fyrsta félags þroskaþjálfa, Félag gæslusystra. í tilefni þess býður Þroskaþjálfafélag íslands öllum þroskaþjálfum og öðrum velunnurum þess til samfagnaðar. Veislan verður haldin að Holtasmára 1 Kópavogi húsi Hjartaverndar þann 18 maí frá kl: 17.00-19.00. Afmælisnefndin

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.