Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 33
ir hvort annað í að ná þeim. Árangursríkt
fólk lærir í gegnum reynslu, með því að
framkvæma, taka áhættur og læra að
treysta á færni sem það býr yfir. Það er
ekki drifið áfram af hræðslu um að mis-
takast heldur af lönguninni til þess að gera
vel.(l)
Hugmyndafraeði sjálfsákvörðunar
Það var Bengt Nirje (1972) sem notaði
hugtakið Self-Determination íyrstur
manna innan fötlunarfræða, þar sem hann
segir það vera grundvallaratriði í normalís-
eringu að skapa kringumstæður þar sem
fatlaðir einstaldingar upplifi þá virðingu
(normal respect) sem hver mannvera eigi
rétt á, og í öllum aðgerðum sem snerta
viðkomandi þurfi að taka tillit til hans
óska, þarfa og væntingaá* 1 2 3 4 5'41 Að mínu mati
er stefnan að stuðla að aukinni sjálfsá-
kvörðun fatlaðs fólks rökrétt þróun frá
normalíseringu og hugmyndum Wolfens-
bergers um gildisaukandi félagslegt hlut-
verk, þ.e. að styrkja jákvæða ímynd fatlaðs
fólks í samfélaginu og draga fram, auka,
styrkja og viðhalda færni hvers og eins<6), í
átt að samfélagi án aðgreiningar.
I bókinni Theory in Self-Determination
gera þeir Wehmeyer, Abery, Mithaug og
Stancliffe grein fyrir kenningum sínum
um sjálfsáltvörðun og er bókin framlag
þeirra til þess að skapa hugmyndafræðileg-
an grundvöll fyrir áætlunargerð og starf-
semi stofnana, skóla o.fl. sem stefna að
aukinni sjálfsákvörðun þjónustunotenda
þeirra.
Mun ég hér á eftir skýra frá hugmynd-
um Wehmeyer, þar sem mér fannst kenn-
ingar og aðferðir hans mjög aðgengilegar
en ég á eftir að kynna mér betur verk sam-
starfsmanna hans .
Að vera ráðandi í sínu lífi
Samkvæmt kenningum Wehmeyers á
sjálfsákvörðun við það að einstaklingur er
fýrsti orsakavaldur (primary causal ageni) í
sínu eigin lífi. Hann velur og tekur
ákvarðanir um eigið líf og lífsgæði án of
mikillar utanaðkomandi áhrifa eða af-
skipta. Orsakavaldur er sá sem orsakar að
hlutirnir eru að gerast í hans eigin lífi.
Wehmeyer leggur hér áherslu á það að
maður þurfi ekki að gera allt sjálfur til þess
að vera ráðandi í sínu lífi og að kenning
hans útiloki því ekki fólk með mikla
þroskahömlun eða mjög skerta líkams-
getu. Hann segir það vera algengan mis-
skilning að sjálfsálcvörðun þýði að hafa
fullkomna stjórn yfir alla valmöguleika og
ákvarðanatöku. Maður geti valið að fela
stjórnina í hendur annarra sem eru betur
hæfir til þess.<3,5)
Það er mjög mikilvægt að vera ráðandi
í sínu eigin lífi til þess að lífsgæðin aukist.
Allir möguleikar til þess að velja og allar
ákvarðanir stuðla að lífsgæðum, hvort sem
þau eru félagsleg, andleg eða líkamleg.
Hér er átt við bæði stórar ákvarðanir, sem
koma fyrir einstaka sinnum, og öllum litlu
daglegu ákvörðunum, eins og hvað á að
borða. Rannsóknir hafa sýnt fram á aug-
ljóst samhengi á milli aukinna valmögu-
leika, möguleikum til ákvarðanatöku,
meiri stjórn á eigin Iífi og auknum lífsgæð-
um.<3)
Hagnýt kenning um sjálfsákvörðun
I starfi sínu hefur Wehmeyer einbeitt
sér sérstaklega að því að þróa hagnýtar að-
ferðir til að meta sjálfsákvörðunargetu ein-
staldinga og aðstoða þá á markvissan hátt
í því að öðlast meiri færni í hinum fjöl-
mörgu þáttum sjálfsákvörðunar.
Grundvallareinkenni
sjálfsákvörðunar
Wehmeyer Iýsir fjórum grundvallar-
einkennum sjálfsákvörðunar (essential
charateristics of selfdetermined behavior):
1. Sjálfræði (behavioural autonomy) á við
að atferli einstaklings einkennist af
sjálfstæði og fari eftir hans áhugamál-
um og hæfileikum laus við utanað-
komandi afskipti eða áhrif. Wehmeyer
leggur áherslu á það að flest fólk sé
ekki fullkomlega sjálfstætt, þ.e. gerir
allt algjörlega sjálft án utanaðkomandi
áhrifa. Hann segir að allir séu undir
áhrifum frá öðrum: fjölskyldunni eða
ókunnugum, alla daga. Mikilvægt er
að hver maður fái að ráða hversu
mikil afskipti séu viðeigandi fyrir
hann.
2. Sjálfstjórn (selfregulated behavior)
gerir fólki kleift að athuga og meta
umhverfi sitt og eigin möguleika til
þess að takast á við það. Sjálfstjórn er
mikilvæg til þess að geta tekið ákvarð-
anir um það hvað á að gera og hvernig
framkvæmdinni ætti að vera háttað, til
þess að meta hvort væntanleg útlcoma
sé æskileg og til þess að endurskoða
áætlunina ef nauðsynlegt væri.
3. Sálræn sjálfsefling (psychological
empowerment) á við það að upplifa
stjórn á eftirfarandi sviðum: á per-
sónulegu sviði, sviði vitsmuna og
hvatningar. Flestir sem sýna sjálfsefl-
ingu í athöfnum eru sannfærðir um
það að þau stjórni kringumstæðum
sem eru þeim mikilvægar, að þau búi
yfir nauðsynlegri færni til þess að ná
æskilegum árangri, og þegar þeir velja
að nýta sér þessa færni muni þeir ná
tilætluðum árangri (outcome expecta-
tions).
4. Sjálfsþroski (selfrealization) á við að
þekkja sjálfan sig á passlega heildstæð-
an og nákvæman hátt og þekkja styrk
sinn og veikleika. Sjálfþekkingu- og
skilning öðlast maður í gegnum
reynslu og túlkun á umhverfi sínu.<4)
Wehmeyer og samstarfsmenn hafa
einnig þróað og sannreynt matsaðferð til
að meta sjálfsákvörðun hjá einstaklingum
með því að spyrja út í og mæla ofannefnd
einkenni. (The Arc's Self-Determination
Scale)<1,5).
Þættir sjálfsákvörðunar
Samkvæmt Wehmeyer þróast grund-
vallareinkenni sjálfsákvörðunar með því
að fólk nær færni í ellefu þáttum sjálfsá-
kvörðunar (component elements of self-
determined behavior) sem eru eftirfar-
andi:
1. Val (Choice-Making): er færni til þess
að velja og vita hvað maður vill frekar
og er sú færni mjög nauðsynleg til þess
að öðlast sjálfsákvörðun og lífsgæði.
2. Akvarðanataka (Decision-Making)\ er
færni til þess gera sér grein fyrir öllum
möguleikum og afleiðingum, meta og
taka ákvörðun.
3. Lausn verkefna/vandamála (Pro-
blem-Solving): er færni til þess að skilja
og greina verkefnið/vandamálið, finna
lausnir, meta afleiðingar og velja bestu
lausnina.
4. Áætlunargerð (Goal Setting and Atta-
inment): er færni til þess að setja sér
raunhæf markmið og tímaramma,
ákveða leiðir að markmiðunum og
skilgreina ávinninginn sem felst í því
að ná þeim.
5. Sjálfstæði (Independence, Risk-Taking
and Safety Skills). færni til þess að taka