Þroskaþjálfinn - maj 2005, Qupperneq 34
Gagnlegir/
áhugaverðir
„krækjur"
X Hefur þú litið nýlega á „krækjur“ á
heimasíðu ÞÍ www.throska.is?
X Ertu með ábendingar um góða/áhugaverða
„krækjur"?
þátt í samfélaginu, til þess að taka
áhættu en huga um leið að öryggi.
6. Sjálfsmat (Self-Monitoring, Self-
Evaluation and Self-Reinforcement
Skills}. færni til að skoða og meta eigin
árangur og styrkja sjálfan sig.
7. Sjálfstilsögn (Self-Instruction): færni
til þess að leiðbeina sjálfum sér
8. Sjálfsmálsvörn (Self-Advocacy and
Leadership Skills): færni til þess að vera
sinn eigin málsvari.
9. Innri stjórn (Internal locus ofcontrol):
að trúa á að maður hafi áhrif á það sem
er að gerast í manns eigin lífi, að horfa
á verðlaun sem afleiðingu eigin gjörð-
ar og ekki sem geðþóttaákvörðun
óviðráðanlegra utanaðkomandi afla.
10. Sjálfstraust (Perceptions of Self-Ejfci-
acy and Positive Outcome Expectanciesj.
að treysta á eigin færni og vænta þess
að árangur náist.
11. Sjálfsmeðvitund og sjálfsþekking
(SelfAwareness and Self-Knowledge): að
þekkja eigin styrk, veildeika, hæfileika,
takmarkanir, óskir og þarfir.
Wehmeyer leggur áherslu á að ailir
þessir þættir tengist mjög innbyrðis og
aukin færni í einum þætti hafi afleiðingar
á færnina í hinum.1 2 3 (4) 5 6 Þetta þýðir að hægt er
að vinna með einn eða fáa þætti, eftir
möguleikum viðkomandi, en um leið
styrkist hann í öðrum þáttum.
I bókunum Theory in Self-Determ-
ination og Teaching Self-Determination to
Students with Dissabilities gera Wehmeyer
o.fl. hverjum þætti ítarleg skil, bjóða upp
á leiðir og aðferðir til þess að vinna með
hvern þátt fyrir sig og lýsa dæmi úr starfi.
Ekki er hægt að fara nánar út í þetta hér en
rauði þráðurinn í gegnum þetta er að allir
eiga að geta þroskast í sjálfsákvörðun.
Möguleikar einstaldings til að ná aukinni
færni í ofantilgreindum þáttum tak-
markast ekki frekar af vitsmunaþroska og
líkamlegri getu hans heldur en af hug-
myndaflugi, kunnáttu og færni okkar fag-
manna í að aðstoða hann við það.
Niðurlag
Þegar ég las fyrst verk Wehmeyer o.fl.
um sjálfsákvörðun var ég alveg heilluð,
það kviknaði heil ljósasería í hausnum á
mér og loksins vissi ég hvert ég ætla að
stefna sem þroskaþjálfi. Þess vegna langaði
mig að miðla eitthvað af þessu í greininni
og þó að í henni rúmist bara rétt aðalatrið-
in, þá vona ég samt að hún hafi verið fræð-
andi. En fyrst og fremst langar mig að
hvetja til umræðu um þetta málefni.
Mér persónulega finnst sjálfsákvörðun
fyrir alla vera verkefni framtíðarinnar og
getum við byrjað að vinna að því hér og
nú. Að öðlast færni til sjálfsákvörðunar er
hverjum manni nauðsynlegt og hvert lítið
skref í þá átt , hver valmöguleiki, hver
ákvörðun tekin af frjálsum vilja, hvert
sjálfsett marlunið sem er náð af eigin krafti
þýðir aukin lífsgæði fyrir viðkomandi. Við
þroskaþjálfar getum aðstoðað þjónustu-
notendur okkar við það að öðlast kunn-
áttu og verkfæri til að geta orðið sinnar
gæfusmiðir.
Heimildir
1. Martin, James E. og Paul Sale. 1997. „Self-
Determination“. Functional Curriculum,
bls. 43-57. Ritsj.: Paul Wehmann og John
Kregel. Pro-Ed, Austin, Texas.
2. Nirje, Bengt.1972. „The right to Self-Det-
ermination." The Principle of
Normalization, bls. 176-200. Ritsj.: Wolf
Wolfensberger. Nadonal Institute on
Mental Retardation, Toronto.
3. Wehmeyer, Michael L. og Deanna J.
Sands. 1996. Self-Determination across the
Life Span. Paul H. Brookes Publishing Co,
Baltimore, USA.
4. Wehmeyer, Michael L., Martin Agran og
Carolyn Hughes. 1998. Teaching Self-Det-
ermination to Students with Dissabilities.
Paul H. Brookes Publishing Co,
Baltimore, USA.
5. Wehmeyer, Michael L., Brian H. Abery,
Dennis E. Mithaug, Roger J. Stancliff.
2003. Theory in Self-Determination.
Charles C Thomas Publisher, LTD,
Springfield, Illinois, USA.
6. Wolfensberger, Wolf. 1986. „Die
Entwicklung des Normalisierungsged-
ankens.“ Normalisierung - eine Chance fiir
Menschen mit geistiger Behinderung, bls.
45-62. Lebenshilfe, Marburg - Lahn.
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, BA í þroska-
þjálfun 2003. Starfar í Hæfingarstöðinni
Fannborg 6.