Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 2
Þann 8. maí nk. hefjast rafrænar stjórnarkosningar í félaginu þar sem kosnir verða
formaður félagsins og átta meðstjórnendur tímabilið 2024-2028. Kosið verður í
fyrsta sinn samkvæmt nýju fyrirkomulagi við val á stjórn félagsins, en lagabreytingin
var samþykkt á aðalfundi félagsins þann 4. júní 2021.
Áður var listakosning í félaginu þar sem uppstillingarnefnd valdi 9 menn í stjórn,
þ.e. formann, varaformann, ritara og sex meðstjórnendur, auk fjögurra varamanna,
listinn fékk listabókstafinn A. Það var þannig í höndum uppstillingarnefndar að
velja stjórn félagsins. Ef menn vildu breytingar á lista stjórnar, þá þurfti að búa til
nýjan lista skipaðan á sama hátt og fá 50 félagsmenn til að undirrita (mæla með
honum), slíkur listi fékk listabókstafinn B. Þetta fyrirkomulag er ekki mjög
lýðræðislegt og líklegt til að valda óánægju og jafnvel klofningi í félaginu ef slíkur
listi kæmi fram. Margir félagsmenn höfðu lýst óánægju með fyrirkomulagið og
vildu breytingar, fannst vanta lýðræði við val á formanni og stjórn félagsins.
Á stjórnarfundi þann 14. janúar 2021 var skipuð fjögurra manna nefnd til að
yfirfara lög félagsins, skipaðir voru þeir Guðjón Guðjónsson, Pálmi Gauti
Hjörleifsson, Sigþór Hilmar Guðnason og Árni Sverrisson. Þeir áttu að hafa til
hliðsjónar lög sambærilegrar starfsemi og leita álits lögfræðings á fyrirhuguðum
lagabreytingum. Þeir skiluðu af sér tillögum að breyttum lögum sem samþykkt
voru á aðalfundi 2021.
Samkvæmt lögunum er nú einstaklingskosning í stað listakosningar áður, nú geta
allir fullgildir félagsmenn boðið sig fram til formanns eða í stjórn félagsins,
kosningin verður rafræn. Eins og áður verður stjórnin skipuð níu mönnum, en í
stað fjögurra varamanna verða þeir níu. Fullgildir félagsmenn eru sem fyrr
flokkaðir í fimm flokka, 1. Fiskimenn. 2. Farmenn. 2. Landhelgisgæsla. 4.
Hafnsögumenn. 5. Aðrir. Þessi flokkun þykir sanngjörn og er í samræmi við fjölda
félagsmanna í hverjum flokki.
Uppstillingarnefnd hefur samkvæmt gildandi lögum það hlutverk að óska eftir
framboðum til formanns og í stjórn og að gæta þess að amk. átján félagsmenn séu
í framboði, þ.e. aðalmenn og varamenn í samræmi við flokkun félagsmanna.
Einnig að búseta stjórnarmanna sé sem dreifðust. Nefndin óskaði eftir framboðum
í janúar og febrúar, tuttugu og tveir fullgildir félagsmenn gáfu kost á sér í stjórn
félagsins, nefndin hefur skilað listanum af sér til kjörstjórnar sem hefur verið birtur
á heimasíðu félagsins www.skipstjorn.is.
Kjörstjórn sem í eiga sæti Guðni Á Haraldsson hrl., Hálfdán Henrýson og Steinar
Magnússon ákvað á fundi þann 7. mars að rafræn kosning til stjórnar skyldi haldin
dagana 8. maí til 30. maí, úrslit kosninga verða tilkynnt á aðalfundi félagsins sem
haldinn verður föstudaginn fyrir sjómannadag að venju, þ.e. 31. maí.
Kjaramál
Nú hafa SSÍ, VM og SVG skrifað undir sambærilegan kjarasamning og
skipstjórnarmenn á fiskiskipum hafa haft í gildi í tæpt eitt ár. Skipstjórnarmenn á
fiskiskipum munu fá þá viðbót sem þessir aðilar sömdu um, þ.e.a.s. 400.000
krónu eingreiðslu og hækkun tímakaups til jafns við vélstjóra ofl. Ég mun skrifa
undir viðauka við kjarasamning okkar á næstu dögum. Það er jafnframt ljóst að
félagsmenn þessara félaga hafa tapað á því að hafa ekki samþykkt samningana á
sama tíma og við. Við óskum þeim til hamingju með nýjan kjarasamning.
Nú getum við í sameiningu ásamt VM, SSÍ og SVG farið að einbeita okkur að því
að önnur mikilvæg atriði í kjarasamningum þessara félaga verði efnd og efld, td.
fiskverðsmál, efling og sjálfstæði Verðlagsstofu skiptaverðs, öryggisnefnd, námskeið
fyrir trúnaðarmenn ofl. Eitt er víst að þó að við höfum skrifað undir og samþykkt
kjarasamning til langs tíma á fiskiskipum, þá verður nóg að gera hér eftir sem
hingað til og baráttan heldur áfram.
Þau ánægjulegu tíðindi bárust þann 7. mars sl. að undirritaður var nýr
kjarasamningur á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi rætast markmið
samningsins um að skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu, lægri vöxtum og
stöðugleika hjá landsmönnum öllum. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til
31. janúar 2028 eða í 4 ár. Við hjá FS höfum á undanförnum mánuðum undirbúið
okkur fyrir kjarasamninga skipstjórnarmanna á farskipum og ferjum, hjá höfnum
landsins, LHG, Hafró, ofl. Fundað hefur verið með samninganefndum þessara
stétta. Við munum hefja viðræður á næstu dögum og vonandi skrifa undir
kjarasamninga á næstu vikum.
Árni Sverrisson
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins,
gagnrýni eða hrós, tillögur um
efnisþætti og hugmyndir um viðtöl.
Hjálpið okkur að halda úti þættinum
„Raddir af sjónum“.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumynd:
Guðmundur St. Valdimarsson
Útgefandi: Völuspá útgáfa,
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / sjomannabladid@gmail.com
Ritnefnd: Árni Sverrisson, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Umbrot: Leturstofan / Prentun: Prentun.is
Aðstandendur Sjómannablaðsins Víkings:
Félag skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, og Vísir.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári
og er dreift til allra félagsmanna ofangreindra félaga.
ISSN 1021-7231
Efnis-
Kallinn í brúnni er skipstjórinn Kristgeir Arnar Ólafsson.
Stórfenglegt safn á tíu hæðum. Hjálmar Þ. Diego segir
okkur ferðasögu hópsins Tekið í blökkina.
Skipstjórinn flýtti sér fyrstur manna frá borði. Árni Björn
Árnason rifjar upp hrakfallasögu Christians Evensen og
örlög Kong Trygve.
Saga hvalbátanna. Annar hluti greinar Helga Laxdals um
merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar.
Elsta hjólaskipið. Ritstjóri vor leitaði það uppi og fann í
Silkiborg á Jótlandi.
Hin norræna ljósmyndakeppni sjómanna. Úrslit liggja fyrir.
Af gömlum blöðum: Þá fórust 14 manns. Bernharð
Haraldsson er umsjónarmaður.
Tundurdufl valda usla í íslenska flotanum. Fylkir RE og
Kaldbakur EA.
Krossgátan er á sínum stað.
Við þjóðveginn: Þingeyrakirkja.
Horfnar starfsstéttir: „Kyndarastarfið var ekta
þrælavinna.“
Þekkir þú skipin? Fraktskip á Pollinum við Akureyri.
„Búnir að drepa Bjarna bróður.“ Við stöndumst ekki
mátið og kíkjum öðru sinni í hina bráðskemmtilegu bók
Sigurðar Helgasonar, Vesturbærinn – Húsin, fólkið,
sögurnar.
Nú græða þeir á tá og fingri. Hilmar Snorrason leitar
frétta utan úr heimi.
Lausn krossgátunnar.
Frívaktin: „Yfirleitt hafa verkamenn leyfi til að hósta.“
4
22
18
24
28
30
33
14
8
34
36
40
42
46
45
38
LEIÐARINN
Stjórnarkosningar í maí