Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 6
6 | Sjómannablaðið Víkingur 1 Hefur þú upplifað ótvíræða lífshættu á sjó? Það var á Fjölni GK. Ég man nú ekki alveg árið, svona á bilinu „83“ til „86“. Þetta var um haust og vorum við fyrir austan á síldveiðum. Við fengum gott kast og vorum að háfa eða dæla síldinni um borð. Fjalirnar í lestinni bakborðsmegin gáfu sig og flæddi öll síldin úr bakborða yfir í stjór. Við það lagðist Fjölnir á stjórnborðssíðuna. Skipstjórinn byrjaði að keyra skipið upp og skárum við pokann af nótinni. Eftir að hafa reynt að sigla skipið upp gafst skipstjórinn upp og bað okkur að skjóta út björgunarbáti þegar hann slægi af ef báturinn færi við það endanlega á hliðina. En sem betur fer þá gerðist það ekki og okkur var fylgt til Eskifjarðar með þennan skipshalla sem var frekar mikill. Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað? Ég myndi segja siglingartölvan. Þín skoðun á kvótakerfinu og hvernig það hefur virkað? Pass. Hvernig finnst þér fiskifræðin hafa staðið sig við að meta veiðiþol stofna? Pass. Hvað áhrif telur þú að hlýnun jarðar muni hafa á fiskistofna við Ísland í framtíðinni? Pass. Hefur þér tekist að vekja áhuga afkomendanna á sjómennsku? Já ég myndi segja það. Einar Kristinn, eldri sonur minn, er yfirstýrimaður á Björgu EA hjá Samherja og Arnar Ingi, yngri sonur minn, er hálfnaður með Stýrimannaskólann. Mælir þú með sjómennsku eða skipstjórn við ungt fólk í dag? Já það geri ég. Þetta er frábært starf og starfsumhverfið er alltaf að batna með nýjum skipum og tækni. Og að lokum fyrir bíó fara og bókaorma: a – áttu þér uppáhalds bók og hvaða bók ertu að lesa núna? Ég er engin bókaormur en ég er forfallinn tónlistarunnandi og Pink Floyd er búið að vera í uppáhaldi síðan 1979. b- uppáhalds kvikmyndin? Forrest Gump og Braveheart. Maciej með einn vænan þorsk. Feðgar saman á sjó í fyrsta sinn. Strákarnir greiða fiskinn úr netunum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.