Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 18
18 | Sjómannablaðið Víkingur Hvalur 4 Hvalur 4 RE-304 var skráður í íslenska skipaskrá 31. maí 1951, smíðaður árið 1931 hjá Ankers mekaniske Verksted, Kristiania/Oslo, fyrir Hvalfanger A/S Polhavet (disp. Granøe & Fuhr A/S), Tønsberg. og nefnt HAV. Lengd 35,47 m., breidd 7,29 m., dýpt 4,27m., 250,28 BT. Knúinn, þriggja þrepa, þriggja strokka, 1200 IHK. Gufuvél, sem fékk orku sína frá olíukyntum þriggja eldstæða reykrörakatli með knúnum loftskiptum. Heildarhitaflötur 2.383 ft². Vinnuþrýstingur 200 Psi. Framleiðandi vélar og ketils, Ankers Mekaninse Verksted, Oslo. Ganghraði í reynslusiglingu 12 sm/h. Rafspenna 110 V., jafnstraumur. Á árinu 1935 eignaðist Christian Salvesen skipið sem var gert út á hans vegum fram á árið 1949 þegar Thor Steam Fishing Co. Ltd., Grimsby kaupir skipið og nefnir WHALE 4. Á árabilinu 1940 til 1942 var skipið tekið til stríðsrekstrar af breska sjóhernum og nefnt HMS HAV FY1759. Í febrúar 1942 var skipið lánað Sovétríkjunum undir nafninu T-102. Við stríðslok skilaði Stalín skipinu aftur. Um tíma í þjónustu Ministry of Transport (MoT), London. Hvalur h.f. í Hafnarfirði kaupir skipið á árinu 1951 af þáverandi eiganda þess Thor Steam Fishing Co. Ltd., Grimsby og nefnir Hval 4. Á árinu 1969 fór skipið til Skotlands í niðurrif og var tekið af íslenskri skipaskrá. Skipið var gert út 9 vertíðir, á áraunum 1951-1960. Skipstjórar: Kristján Þorláksson 3 vert., Jónas Sigurðsson 2 vert., Sigursveinn Þórðarson 2 vert., Ingólfur Þórðarson og Þorsteinn Kr. Þórðarson 1 vert., hvor. Yfirvélstjóri: Alfreð Þórarinsson 9 vert. Hvalur 5 Hvalur 5 RE-305 var skráður í íslenska skipaskrá 17.12.1955 smíðaður hjá Deutsche Schiff- und Machinebau A.G.Werk Seebeck Westermunde Germany árið 1939 fyrir Walter Rau Neusser Ölverke, Neuss am Rhein, sem nefndi skipið RAU lX. Lengd 46,15 m., Helgi Laxdal Annar hluti Hvalabátarnir og stofnun Hvals h.f. Hvalur 4. Hvalur 4 nálgast bryggju í Hvalfirði með 6 sandreyðar, 3 á hvorri síðu. Hvalur 5 nálgast bryggju í Hvalfirði með hval á bakborðssíðunni og kominn með nýja brú sem hefur ekki hefðbundið yfirbragð.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.