Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur | 29
Góð smurning!
Mikið úrval frá Texaco, Castrol
og Cargo Oil
olis.is
Sigurður, bróðir hans, í Flatey og Ólafur
Sigurðsson á Vindborðsseli.
Fyrir sjötta bátnum var Rafnkell
Eiríksson, bóndi í Holtum. Hraktist hann
fjögur dægur, því að þegar hinir náðu
landi, komst hann inn undir Hrollaugseyjar,
en vegna þess að hann var kominn vestur
fyrir hlje það, er vanalega er í norðanátt
undan Suðursveitar-fjöllum, kom á móti
honum óviðráðanlegur stormur fram af
Breiðumörk, og í þeirri hviðu vildi það til,
að sjór hljóp á ár hjá einum hásetanna, er
Konráð hjet og hrökk hann útbyrðis. En í
því hann flaut aftur með, náði Rafnkell í
fót honum og varð það honum til bjargar.
Um nóttina bar þá fyrir Öræfi, en um
morguninn var komið logn og náðu þeir
þar upp undir land. En vegna útgrynninga
er ilt að taka land í Öræfum, og voru allir
skipverjar ókunnugir, nema einn; var
hann þá farþegi úr Nesjum og þar talinn
góður formaður, Þórarinn Pálsson frá
Krossbæ, fæddur og uppalinn í Öræfum.
Hann lagði það ráð til, að þeir skyldu
reyna að leita lands vestan til við
Ingólfshöfða, í svonefndri Kóngsvík, og
hepnaðist þeim það vel. Var þá einn piltur
dauður af þeim og Konráð kominn að
bana, en þá vildi svo vel til, að tveir menn
úr Öræfum komu ríðandi á fjöruna og
björguðu þeim að Hofsnesi. Þar var þeim
hjúkrað vel og hjeldu lífi, en sumir mjög
kalnir á höndum og fótum.
Benedikt Hallsson, bóndi á
Vindborði, er var fyrir sjöunda bátnum,
kom eigi í sandinn fyrri en hinir voru
löngu rónir. Var hann kominn skamt
undan landi, þegar veðrinu laust á. Sneru
þeir þá jafnskjótt við og náðu loks landi
um kvöldið, eftir mikinn barning vestan
undir Skinneyjarhöfða. Þakkaði Benedikt
það að miklu dugnaði og karlmensku
tveggja farþega sinna: Stefáns Eiríkssonar,
er þá var nýlega orðinn hreppstjóri og
farinn að búa í Árnanesi, og Benedikts
Bergssonar, einnig bónda þar.
Þegar þeir voru að brýna bát
sínum, sáu þeir áttunda bátinn koma inn
undir höfðann, og þóttust kenna formann
hans, Gísla Jónsson, bónda á Brunnhóli,
undir andþófsárinni, en undir stýrinu Jón
Jónsson, bónda á Flögu, og töluðu þeir
um að reyna að taka á móti þeim, en í
sama bili kom hviða svo hörð, að bátinn
ætlaði að slíta úr höndum þeirra. En er
stund leið og hríðinni slotaði og rokið
minkaði, sáu þeir bátinn eigi og aldrei
síðan. Er það því allra ætlan, að hann hafi
þar sokkið, því að til hans hefir aldrei
spurst. Af honum druknuðu 7 menn: Þeir
tveir, sem þegar eru nefndir, þriðji
Guðmundur Hannesson, bóndi á
Brunnhól, fjórði Magnús Sigurðsson,
bóndi í Slindurholti, fimti Jón Bjarnason,
bóndi á Hömrum, sjötti Eyjólfur
Sigurðsson, bóndi í Slindurholti, og
sjöundi Páll Ófeigsson, vinnumaður á
Borg.
Alls dóu í hrakningum þessum
14 manns, en fjölda margir voru kalnir á
höndum og fótum að mörgu leyti illa til
reika.
(Heim.: Síra Pétur Guðmundsson: Annáll nítjándu alda 2. b. bls. 189-192.)