Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 35
Í landi Þingeyra er leitun að grjóti. Sverrir neyddist því til að sækja hleðslugrjótið vestur yfir Hópið – fimmta stærsta stöðuvatn landsins – í svokölluð Nesbjörg. Þar var grjótinu hlaðið á sleða og dregið á ís yfir vatnið, um átta kílómetra leið, en uxum beitt fyrir. Skammt norðan kirkjunnar er þetta hús, Klausturstofa. Þar má skoða sýningar helgaðar Þingeyrastað og kirkjunni. Þess er líka vert að geta að mikið víðsýni er frá Þingeyrakirkju. Á björtum sumardegi blasir hið fallega Ísland við, sjóndeildarhringurinn er hlaðinn skrauti náttúrunnar. Þingeyrakirkja var 13 ár í smíðum eða frá 1864 til 1877. Sverrir Runólfsson steinhöggvari stjórnaði byggingunni. Hann var þá þjóðkunnur maður og hafði víða lagt hönd á plóg, meðal annars í Reykjavík. Sverrir drukknaði í Húnaflóa árið 1879. Þingeyrakirkja var seinasta stóra mannvirkið sem hann vann að. Þingeyrakirkja var vígð hinn 9. september 1877.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.