Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur | 37 snúa efri hlutanum, trektinni, eftir vindi svo að blési inn í þá. Það skipti öllu máli að loftventlarnir kæmu að tilætluðum notum. Á Dettifossi hafði farþegarýmið verið byggt þannig að ventlarnir lentu nánast í skjóli. Fyrir vikið varð ekki líft í fýrplássinu – en það var heitið sem við notuðum yfir kyndiplássið – fyrir hita og loftleysi. Voru þá settar viftur í ventlana. Það var ekki aðeins mikilvægt fyrir kyndarana að vel gustaði um ventlana; eftir því sem blásturinn var meiri niðri því meira varð súrefnið og því betra að viðhalda eldinum. ERFIÐARA EFTIR ÞVÍ SEM Á LEIÐ Kolin höfðum við á gólfinu í fýrplássinu, rétt við katlana. Kolageymslurnar, eða kolaboxin eins og við kölluðum þær, voru til hliðanna báðum megin við katlana. Við mokuðum kolunum út úr boxunum að kötlunum í gegnum lúgu sem var vel manngengt gat. Í upphafi ferða – nokkra fyrstu dagana – þurftum við lítið að hafa fyrir því að ná í kolin. Þau runnu af sjálfu sér út um lúguna enda náði kolabingurinn þá alveg upp í dekk. En þegar frá leið þurftum við inn í kolaboxin til að moka eldsneytinu út. Kolin voru mjög mishöfn að brenna. Þau voru líka misdýr og þeir hjá Eimskip keyptu áreiðanlega ekki alltaf bestu kolin. Það var aðeins einn kyndari á vakt og þurfti sá að moka fram á gólfið kolabing er dygði þeim er við tók alla vaktina. Þetta voru fjögurra klukkustunda vaktir en við vorum þrír kyndararnir á Fossunum. Það var eiginlega það sama að moka kolum og grjóti, þó er grjótið kannski eitthvað þyngra. Þetta var ekki á allra færi en ég reyndi að moka þannig að allur skrokkurinn tæki á – og mér var sama á hvora höndina ég mokaði. Vegna hitans voru kyndararnir létt klæddir, ég var yfirleitt á einum vinnubuxum og oft ber að ofan. Mikið kolaryk settist á mann, sérstaklega ef kolin voru smá því að þá var mest ryk í þeim. Við gátum farið í sturtu á Dettifossi en algengast var að baða sig upp úr vatnsfötu. Maður sullaði þá á sig vatninu allavega og var oftast svo þreyttur að maður var feginn að komast í koju.“ Einar Guðmundsson andaðist 6. október 2008. Viðtalið tók Jón Hjaltason, sjá Sögu Útgerðarfélags Akureyringa sem kom út 1995. Á Lagarfossi hófst kyndarastarf Einars fyrir alvöru. Einar fór einn túr á Fjallfossi en hætti eftir það á fossum Eimskipafélagsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.