Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 44
var perustefni var hannað í Delaware í Bandaríkjunum árið 1910 af manni sem hét David Taylor. Að vísu var perustefnið ekki eins stórt og viðamikið eins og við þekkjum í dag. Það var síðan áratug síðar sem aðrar þjóðir fóru að gera prófanir með þetta stefnislag en sem dæmi þá voru þýsku farþegaskipin Bremen og Europe búin perustefni. Árið 1929 náði meðal annars Bremen að næla sér í Bláa bandið, sem voru verðlaun fyrir mesta hraða yfir Atlantshafið, en skipið náði þá 27,9 hnúta hraða. Mikil keppni var um Bláa bandið en árið 1935 náði franska farþegaskipið Normandie yfir 30 hnúta hraða vegna einstakrar hönnunar rússneska skipaverkfræðingsins Vladimir Yurkevich. Skipið varð á sínum tíma þekkt fyrir hraða sem það náði en í samanburði við bresku drottninguna Queen Mary þá náði Normandie sama hraða þrátt fyrir að vera stærra og eyddi sem nam 30% minna eldsneyti en drottningin þökk var hönnun skrokks skipsins. ORKUSKIPTIN OG ÁHRIF ÞEIRRA Það er að ýmsu að hyggja þegar verið er að fara í orkuskipti. Aukning á fjölda rafbíla krefst þess að endurskoða þarf stöðugleikaútreikninga fyrir farþegaskip og ferjur vegna þess að rafhlöðurnar þeirra gera farminn mun þyngri en áður var gert ráð fyrir. Af þessu leiðir oft að fækka þarf bifreiðum sem hægt er að flytja. Breskur útgerðarmaður íhugaði kaup á erlendu skipi og áður en hann skuldbatt kaupin bað hann um að stöðugleiki skipsins yrði kannaður. Gögn þess sýndu fullt samræmi við alþjóðlegar kröfur en við skoðun á skipinu vildu menn fá staðfestingu á hvert fríborðið væri á skipinu full hlöðnu. Þá sagði skipstjórinn að sjór næði svona upp að hné á þilfarinu þegar skipið væri fulllestað en engu að síður sögðu útreikningarnir allt annað. Ekkert varð úr kaupunum. STÖÐUGLEIKI Segja má að ástæða þess að skipum hvolfi sé sökum þess að stöðugleiki þeirra er lélegur eða að slæm veður séu áhrifavaldar. En er hugsanlegt að farsímar gætu verið orsök þess að skipi hvolfi? Á Boyolali vatni á eyjunni Java árið 2021 hvolfdi fljótandi veitingapramma vegna þess að 20 ánægðir matargestir ákváðu að fá af sér hópmynd. En þegar allir gestirnir voru búnir að stilla sér upp í myndatökuna hvolfdi prammanum með þeim afleiðingum að níu manns drukknuðu. ERFIÐLEIKAR SKIPSTJÓRA Á síðasta ári tókst Alþjóðasamtökum skipstjóra (IFSMA) að fá tvo skipstjóra leysta úr haldi eftir óréttláta sakfellingu en það voru skipstjórar skipanna Grace Felix sem var í Durres í Albaníu og Berge Torre sem var í Adana í Tyrklandi. Skipstjóri fyrra skipsins var handtekinn í febrúar 2023 á grundvelli ásakana um að reyna að smygla rússneskri olíu en skipstjórinn eyddi næstu tveimur mánuðum í albönsku fangelsi á meðan skipið var kyrrsett í Durres. Skipstjórinn og áhöfnin fengu stuðning frá grískum eiganda skipsins ásamt tryggingafélagi þess en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að ná árangri gagnvart dómstólum. Áhafnaskipti fengust en eftir að skipstjóranum var sleppt úr fangelsi var hann kyrrsettur um borð í skipinu. Það var þó ekki fyrr en í lok ársins sem IFSMA og Alþjóðaflutningaverkamannasamband ið (ITF) tókst að fá eftirlitsmann til að fara á vettvang og tókst að fá skipstjórann leystan úr haldi innan fjögurra daga og komst hann þá heim til fjölskyldu sinnar. Í mars var skipstjóri Berge Torre handtekinn eftir að lögregla og tollyfirvöld í Tyrklandi uppgötvuðu eiturlyf í keðjukassa skipsins en við brottför skipsins frá Kólumbíu, þaðan sem skipið var að koma með kolafarm, hafði verið gerð ítarleg leit í skipinu, meðal annars með leitarhundum en ekkert fannst. Útgerð skipsins gerði IFSMA þegar viðvart sem upplýstu ITF um málið sem sendu eftirlitsmann á staðinn innan 48 klukkustunda. Það tryggði að gerð var viðeigandi rannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi sem leiddi til þess að allir 22 áhafnarmeðlimir voru leystir úr haldi ásamt skipinu, að undanskildum yfirstýrimanni, 3. stýrimanni og tveimur hásetum sem voru kyrrsettir í Adana á meðan frekari rannsókn stendur yfir. á w w w . t i g u l l . i s Fylgstu með Eyjaflotanum á tigull.is TÍGULL

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.