Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 23
sigldi af þessa sömu leið með Hjejlen. Þegar drottningin steig á land í Silkiborg var henni fagnað af þúsundum þegna sinna. Enginn fagnaði mér. En ég naut kyrrðarinnar og fegurðar bæjarins. Verkamaður hlúir að Hjejlen. Ég var of snemma á ferðinni. Heiðlóan byrjar ekki að sigla fyrr en í maí og vertíðinni lýkur í endaðan september. Sýnið því fyrirhyggju, skoðið ferðaplanið og pantið fyrir fram siglingu með Heiðlóunni (https://hjejleselskabet.dk/ sejlplan-2024). Hjejlen nær allt að 8 hnúta hraða á klukkustund sem þýðir að moka þarf eitt hundrað kílóum af kolum í katla skipsins fyrir hverjar 60 mínútur sem siglt er á þeim hraða. Á afturdekki er gott pláss fyrir farþega en tugir þúsunda sigla með Heiðlóunni ár hvert. Silkiborg er fallegur bær í afar fallegu og stundum sérkennilegu umhverfi. Silkiborgarar eru ákaflega stoltir af Heiðlóunni sinni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.