Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur 1 „TEKIÐ Í BLÖKKINA“ Lagt upp í ferð Texti: Hjálmar Þ. Diego Myndir: Ólafur Ólafsson og Hjálmar Þ. Diego Í þessum félagsskap – sem nefnist því viðeigandi nafni Tekið í blökkina – eru um það bil 60 misvirkir félagar sem eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma siglt og stundað sjómennsku á síðutogurunum og hafa með góðfúslegu leyfi Hrafnistu Laugarási fengið að halda fundi sína einu sinni í mánuði í aðalmatsalnum en einhverjir félagar eru einmitt búsettir á Hrafnistu. Giska án ábyrgðar á að meðalaldur félaga sé um það bil 80 til 90 ár Hér á eftir er ágrip af ferðasögu níu félaga sem ákváðu að taka þátt í fimm daga (fjögurra nátta) ferð á gamlar slóðir í Þýskalandi. FERÐIN AFRÁÐIN Um nokkurn tíma hefur á fundum okkar, verið rætt um að gaman væri að heimsækja gömlu löndunarhafnir togaranna í Þýskalandi og Bretlandi. Loks á fundi í júlí 2023 var ákveðið að láta reyna á þátttöku því engan tíma má greinilega missa miðað við meðalaldurinn. Hinn 9. ágúst samþykkti Þórarinn Guðbergsson, einn félaganna, að taka að sér fararstjórn og ferðaáætlun. Þórarinn er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa starfað við umboðsmennsku, fisksölu, umsjón landana skipa (og gámafisks) og einnig verið búsettur sem slíkur í Þýskalandi og Bretlandi. Sjö skráðu sig í ferðina strax á fundinum í júlí og síða bættust tveir við og hópurinn því níu togarajaxlar, meðalaldur 77,7 ár. Tek fram að fleiri langaði en áttu ekki heimangengt af ýmsum ástæðum, til dæmis ellikellingu, lasleika, fjölskyldu og þess hátta. Enda augljóst að kalla mætti svona ferð glapræði og dellu ruglaðra gamalmenna á síðasta snúningi. Þórarinn ekki öfundsverður að bera ábyrgð á utanumhaldi og vera bæði bílstjóri og fararstjóri en vonandi jafnar hann sig og við erum honum ævarandi þakklátir fyrir framúrskarandi stjórn og þolinmæði. RÖLT UM OG SAGÐAR GROBBSÖGUR Flogið þann 29. ágúst síðastliðinn til Hamborgar með Icelandair kl. 07:50. Komutími 13:05. Þar beið okkar níu manna bílaleigubíll og ekið sem leið lá til Bremerhaven á Best Western Plus Hotel, 4. stjörnu hótel sem er staðsett á Fischkai 2, sem sagt akkúrat á besta stað. Á bryggjunni við hótelið lá gamall austurþýskur síðutogari, „GERA ROS“ 223. Einhvern tíma höfðu menn séð slíka á veiðum heima og við Grænland, bara með troll stjórnborðsmegin en yfirbyggingu eða upphækkun á bak. „GERA“ er núna safn, en við urðum á láta okkur nægja að skoða af bryggjunni, því skipið var lokað þegar okkur bar að. Í Bremerhaven ókum við og röltum um, könnuðum gamlar slóðir og kennileiti. Einnig voru sagðar grobbsögur frá fyrri dögum og ýmsum uppákomum eins og gömlum togarajöxlum er tamt. Ákveðið var að borða saman kvöldverð á einu fjölmargra veitingahúsa sem eru í gömlu fiskverkunarhúsunum þar sem fiskmarkaðurinn var áður. Þarna hafa borgaryfirvöld o.fl. verið framsýn og engu breytt nema í stað þess að vinna fisk, er etinn fiskur auk þess að bjóða alla almenna rétti. Þar sem áður Hópurinn ásamt masterchef og fischsommelier herra Rolf Hartus. Talið frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Jón Jónsson, Sverrir Andrésson, Kristján Guðmundsson, Þórarinn Guðbergsson, Rolf Hartus, Hjálmar Þ. Diego, Þórður Ásmundsson, Markús Alexandersson og Ólafur Ólafsson. Myndina tók starfsmaður Fischkochstudio í Bremarhaven. „Austur-þýski“ síðutogarinn „GERA ROS“.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.