Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 10
10 | Sjómannablaðið Víkingur
1
voru flutningabílar af öllum stærðum og
gerðum er nú fallegt torg með listaverkum
og útisætum frá veitingahúsunum sem við
nýttum okkur í góða veðrinu við fínan
kvöldverð.
EINN AF HÁPUNKTUNUM
Eftir glæsilegt morgunhlaðborð daginn
eftir 30. ágúst, ók Þórarinn okkur að
„Fischkochstudio“ sem er við gamla
markaðinn í fiskihöfninni þar sem
meistarakokkurinn Ralf Hartus er
reglulega með sýnikennslu í meðhöndlun
og eldamennsku á fiski. Þessi kennsla er
ákaflega fjölsótt, rándýr, vinsæl og bókað
langt fram í tímann, en neysla á fiski hefur
minnkað þarna eins og reyndar hér.
Einnig er sérkennsla fyrir lærða
matreiðslumenn. Rolf sýndi meðhöndlun
á ferskum kola, ýsu, þorski, karfa og laxi,
ásamt að gera síldarsalat.
Taldist mér til að 100 manns væru í
salnum sem tekur 100 manns.
Ralf verkaði fiskinn frá byrjun þar til
fulleldaður á disk. Allt sýnt á stórum
skjám þannig að allir gátu fylgst með.
Þetta tók óneitanlega talsverðan tíma og
Rolf tíndi af sér brandarana meðan á
eldamennskunni stóð og allur salurinn
iðaði af kæti og hlátrasköllum allra
viðstaddra nema átta gamlingja frá Íslandi
sem ekki skildu orð (nema Þórarinn) og
var farið að leiðast, svona eins og að horfa
á málningu þorna.
Svo klöppuðu allir og stóðu upp en í stað
þess að fara út vorum
við leiddir í hliðarsal,
matsal, þar sem var
hlaðborð með öllum
réttunum sem Rolf
hafði kennt og eldað,
ábyggilega 10-15
réttir, hver öðrum
betri. Þórarinn hafði
án okkar vitundar
komið okkur að með
löngum fyrirvara og
allt var þetta í boði
fyrrverandi forstjóra,
hr. Reinhard Meiners
og hr. Jochen Jantzen
framkvæmdastjóra
fiskmarkaðarins í Bremerhaven.
Hópurinn var sammála um að þessi
viðburður hefði að endingu verið einn af
hápunktum ferðarinnar.
VESTURFARAR
Þar næst var förinni heitið á Vesturfarasafnið
„DEUTSCH ES AUSWANDERER HAUS“.
Þetta er ótrúleg sýning á fólksflutningum
frá Evrópu í 330 ár til Vesturheims. Stór
hluti fólksflutninganna fór um
Bremerhaven, bæði til New York og einnig
til ýmissa landa Suður-Ameríku, aðallega
Argentínu og einnig til Ástralíu. Við
nánast upplifðum sögu ferðanna og
fólksins frá hafnarbakka í Bremerhaven,
siglinguna, og komuna á áfangastað þar
sem fæstir vissu hvað biði þeirra.
Fólkið var ýmist að flýja
örbirgð, hungur, stríðsátök
og/eða leita betra lífs.
Einhverjir sigldu á 1.
farrými og nutu
forréttinda, áttu að öllum
líkindum vísa endastöð.
Sjá svo að endingu
dugnaðinn, áræðnina og
frumkvæðið á áfangastað.
Allt er þetta sett upp sem
upplifun þeirra sem sjá og
heyra á ferðinni um safnið.
Mér varð hugsað til
flóttamanna nútímans, til
dæmis á Íslandi.
Bryggjur við hlið safnsins
eru nánast söfn gamalla
skipa til dæmis seglskipa
og hægt að skoða sum eins
og til dæmis barkskipið
„GORCH FOCK“ sem er
reyndar skólaskip þýska
flotans og er enn í förum.
Nú var ekið sem leið liggur
til Cuxhaven kíktum á
fiskihöfnina, og sáum ýmis
kunnugleg skip. „ELBE 1“
vitaskipið, rannsóknar-
skipið „MEERKATZE“ sem
oft hefur komið til Íslands
og fleiri skip sem sum eru safngripir.
Reglulega gaman að aka og rölta um
gamlar slóðir.
Ókum síðan heim á hótel með smá
pissustoppi og til að bæta á tankinn
„magann“ í leiðinni. Síðan út að borða á
sömu slóðir og kvöldið áður. Vorum það
seint á ferð að verið var að loka sumum.
En það reddaðist, við fundum ágætis
veitingastað. Saddir, en flestir örugglega
þakklátir að komast í koju, var snúið
heim á hótel aftur.
ÚT ÚR DÚR
31. ágúst. Nú skyldi haldið í leiðangur
sem ekki var á dagskránni, en einn
félaganna átti eitt sinn bíl af tegundinni I
Borgward sem voru eðalvagnar á sínum
tíma. Safn af slíkum bílum átti að vera í
Bremen og sjálfsagt að koma þar við á
leiðinni til Hamborgar, hvert ferðinni var
heitið í upphafi. Þessi útúrdúr varð aðeins
lengri en áætlað var, en reyndist hin besta
skemmtun, allavega að mati flestra. Nú
var Google Map beðið að leiða okkur á
staðinn. Forritið kannaðist vel við
Borgward en safn fundum við ekki með
því nafni þó stærðar skemma í nágrenninu
væri líkleg, var ekkert Borgward nafn á
henni, reyndar ekkert nafn. Við
stoppuðum samt þar sem forritið sagði
okkur að Borgward væri.
Þar sem við vorum að góna kringum
okkur dálítið „lost“, bar að konu á besta
aldri sem hafði lagt bíl sínum við hlið
okkar.
Þórarinn tók frúna tali og spurði til vegar.
Konan var mjög elskuleg og þegar hún
heyrði að við værum að leita að Borgward,
sagðist hún einmitt hafa verið næsti
nágranni Carls F.W. Borgward stofnanda
og eiganda Borgward bílaverksmiðjunnar.
Hann hefði átt heima í húsinu sem við
höfðum stoppað andspænis. Safnið væri
ekki lengur til en rétt hjá væri stór
skemma sem hýsti fornbíla.
Setið að snæðingi þar sem áður var fjörugur fiskmarkaður í
Bremerhaven. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þórarinn
Guðbergsson, Jón í Hamri, Ólafur F. Ólafsson, Kristján
Guðmundsson. Fyrir miðju: Sverrir Andrésson.
Þá Ólafur Þórðarson, Markús Alexandersson og Hjálmar Diegó.
Togarajaxlarnir hlýða á Rolf Hartung án þess þó að skilja stakt orð.