Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 22
Texti og myndir:
Jón Hjaltason
Danir standa á því fastar en fótunum að
þeir eigi elsta kolaknúða hjólaskip
veraldar, það er að segja sem enn er í
notkun. Við drögum þetta ekki í efa eitt
augnablik enda er ég mættur á staðinn.
Og sjá, þarna er skipið, S/S Hjejlen, um
það bil 28 metrar á lengd og rúm 27 tonn.
Sannarlega glæsilegt fley sem ber aldurinn
vel en því var hleypt af stokkum sumarið
1861. Skipasmiðir Baumgarten &
Burmeisters Maskinbyggeri (seinna
Burmeister & Wain) í Kaupmannahöfn
sáu um smíðina.
AÐ HJARTA JÓTLANDS
Skipinu var strax í upphafi ætlað að
auðvelda ferðamönnum að komast um
Jótland, þangað sem ekki gengu
járnbrautir. Um það bil 2000 þorpsbúar
höfðu tekið sig saman um smíðina en
gekk illa að afla fjár. Þá vildi svo til að
maður þekkti mann og sá var enginn
annar en Friðrik VII. og konungur kippti
í spotta og ríkið lánaði fé svo borga mætti
Burmeister.
En það var um langan veg að fara til
heimahafnar Hjejlen. Mokað var duglega
í katlana og undir svörtum kolareyk hvarf
skipið smiðum sínum. Fram undan var
sigling alla leið inn að hjarta Jótlands eða
nánar tiltekið til Silkiborgar sem síðan
hefur verið heimahöfn Hjejlen.
Og þar er ég staddur þótt ekki hafi ég
farið sömu leið og Hjejlen forðum sem
sigldi norður fyrir Sjáland, fram hjá
Helsingör, þvert yfir Kattegat og yfir til
Jótlands. Þar var stefni beint upp lengstu
á Danmerkur, Gudanåen, fram hjá
Randers og þaðan í suður að Silkiborg.
Ég kom keyrandi.
ÞRÍGIFTUR KÓNGUR UM BORÐ
Og þarna liggur Hjejlen, sem ég held að
sé heiðlóa upp á íslensku. Og enn siglir
þetta fallega gufuskip fallegu leiðina á
milli Silkiborgar og Himmelbjerget sem
var að því er mig best rekur grunnskóla-
minni til hæsta fjall Danmerkur, skagaði
víst tæpa 150 metra upp í loftið. Síðan hef
ég haft af því flugufregnir að Danir séu
búnir að finna hærra fjall til að hreykja
sér af.
Í meira en 160 ár hefur Heiðlóan klofið
þessa vatnaleið að Himmelbjerget og til
baka aftur. Siglingin tekið rúma
klukkustund. Vígslusiglingin var 24. júní
1861. Þá voru um borð konungurinn,
hinn ótrúlega vinsæli og þrígifti Friðrik
VII., og eiginkona hans, Lovísa Rasmussen
(eiginkona númer þrjú) sem mátti aldrei
kalla sig drottningu enda almúgakona,
ballerína og leikkona. En Danir fyrirgáfu
konungi sínum allt og þegar fréttist að
sjálfur konungurinn myndi leggja upp
með Heiðlóunni frá Himmelbjerget til
Silkiborgar flykktist fólkið að og hyllti
konung sinn. Sama varð uppi á teningnum
150 árum síðar þegar Margrét Þórhildur
Elsta skipið, Hjejlen
Algeng sjón í Silkiborg. Bátahús, mótorbátar við annað hvert hús og á vatninu ræðarar.
22 | Sjómannablaðið Víkingur