Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 19
Sjómannablaðið Víkingur | 19
breidd 8,10 m., dýpt 4,56 m., 394,00 BT.
Knúinn þriggja þrepa, þriggja strokka,
1200 IHK. gufuvél, Sem fékk orku frá
fjögurra eldstæða olíukynntum
reykrörakatli með knúnum loftskiptum.
Heildar hitaflötur 3.142 ft².
Vinnuþrýstingur 200 Psi. Framleiðandi,
Deutsche Schiff- und Maschinenbau A/G.,
Bremen, Germany. Ganghraði í reynsluferð
14 sm/h.
Í lok ársins 1939 var skipið yfirtekið af
þýska sjóhernum og breytt í
kafbátaleitarskip og sett um borð bæði
fallbyssur og önnur hertól. Eftir að hafa
sinnt hinum ýmsu verkefnum fyrir bæði
norska og þýska ríkið fram á árið 1948
eignaðist Hvalfanger-A/S Antarctic (von
der Lippe), Tønsberg skipið. Skipinu var
síðan breytt í sína fyrri mynd það er til
hvalveiða af Howaldtswerke AG, Werk
Kiel og nefnt í framhaldinu Krutt.
Hvalur h.f. í Hafnarfirði kaupir skipið á
árinu 1956 af þáverandi eiganda þess Kr.
Gjöberg, Oslo og nefnir Hval 5. Á árinu
1968 kaupir færeyska útgerðin Treyst í
Þórshöfn skipið og nefnir Heykur. Á árini
1969 kaupir Deutsches Schiffahrtsmuseum,
Bremerhaven skipið sem lætur breyta því
til upprunalegs horfs sem fær um leið
fyrsta nafnið sitt RAU lX. Frá miðju ári
1969 hefur skipið verið til sýnis í gömlu
höfninni í Bremerhaven.
Skipið var gert út 9 vertíðir, á árununum
1956-1965. Skipstjóri Jónas Sigurðsson 9
vert. Agnar Guðmundsson sótti skipið og
sigldi því heim.
Yfirvélstjórar: Jón Gíslason 8 vert. og
Vilhelm Jónsson 1vert.
Hvalur 6
Hvalur 6 RE-376 var skráður í íslenska
skipaskrá 29 júlí 1961, smíðaður hjá
Smith Dock & Co Middelsborough
England 1946 fyrir Crh. Salverssen & Co/
The South Georgia Co (Crh. Salverssen &
Co) Leith. Nefnt á smíðatíma HMS LOCH
SKAIG. Þegar það var tilbúið var skipið
nefnt Southern Sailor. Lengd 45,29 m.,
breidd 8,42 m., dýpt 4,91 m., 327,00 BT.
Knúinn þriggja þrepa, þriggja strokka,
1800 IHK. gufuvél, sem fær afl sitt frá
tveimur olíukyntum vatnsrörakötlum með
yfirhitun. Framleiðandi ketilsins, Babcock
& Wilcox Ltd, Renfrew, England.
Vélarinnar, Smith’s Dock Co. Ltd.,
Middlesbrough, England. Ganghraði í
reynslusiglingu 15 sm/h. Hvalur h.f. í
Hafnarfirði kaupir skipið á árinu 1961 af
Crh. Salverssen & Co og nefnir Hval 6.
Hvalur 6 á siglingu út Hvalfjörð.
Hvalur 5 í gömlu höfninni í Bremenhaven. Búið er er að færa skipið til upprunalegs horfs með nafni og
númeri RAU lX. Skipið er til sýnis þeim sem sjá vilja.
Southern sailor, sem síðar varð Hvalur 6, á siglingu
í Suðuríshafinu í skítabrælu.