Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 28
28 | Sjómannablaðið Víkingur
3. maí [1843] riðu alment úr Mýrasveit í
Hornafirði til sjóróðra að Skinneyjarhöfða.
Stóðu þar þá á sandi 8 bátar sexrónir.
Veður var þennan morgun gott, sjór stiltur
og himin að nokkru heiðskír. Öllum
þessum bátum var róið, nema þeim, er Jón
Þorsteinsson, bóndi í Skálafellsseli í
Suðursveit, var fyrir. Hann setti þó bát
sinn fram að og stóð lengi yfir honum,
þangað til hann sagði við háseta sína, að
eitt ráð mundi að setja upp aftur, því að
hvessa mundi af norðri.
Fyrir öðrum bátnum var Jón
Jónsson, bóndi á Heinabergi. Þótti hann
fyrir öðrum þar að sjómensku og
aflabrögðum. Reri hann fyrstur sem vandi
hans var til. Þeir fiskuðu lítið um daginn,
en nálægt miðmunda dró yfir kófjel í
logni, er varaði svo sem hálfan klukkutíma,
en þegar því linti, brast á ofsalegt
norðanveður með grimdarfrosti, svo að
við ekkert var ráðið. Þegar Jón sá, að eigi
gagnaði að róa til lands, tók hann það ráð
að varpa út stjóra, svo að síður skyldi reka,
en það dugði skamma hríð, því að
strengurinn hrökk í sundur framan undir
stefninu. Þá tók hann alla vaðsteina og
sökkur, er í bátnum voru, ljet í vaðsekk og
hafði færin fyrir streng. Dugði það enn
nokkrar stund, en þá bar að þeim annan
bát og bað formaður hans Jón að leyfa sjer
að festa sig við bát hans; leyfði hann það,
en að því búnu slitnuðu færin og báða
bátana rak til hafs. Einhvern tíma um
nóttina seint hitti Jón fiskiskútu. Voru þá
menn hans orðnir þjakaðir mjög. Lögðu
þeir að skútunni. Tóku skipverjar þeim
báðum höndum, vermdu þá, gáfu þeim
nokkuð af víni og heitan mat. Tvo
mennina, sem veikir voru, lögðu þeir í hlý
rúm og hjúkruðu með mestu nákvæmni,
en þeir hrestust skjótt. Þegar veðrinu
slotaði síðla næsta dags, sigldi skútan svo
nærri landi sem kostur var á. Fór Jón því
aftur í sinn bát og lenti með heilu og
höldnu á Kálfafellsstaðarfjöru í Suðursveit.
Eigi vita menn hvaðan hinn báturinn var
eða hvað um hann varð.
Fyrir þriðja bátnum var Björn
Jónsson, bóndi á Geirsstöðum. Hraktist
hann um tvö dægur. Voru þeir komnir á
haf út og fyrir Suðursveitina. Þá var
storminn farið að lægja. Hittu þeir þá fyrir
sjer fjórða bátinn, þann er Gissur
Sigurðsson, bóndason frá Holtum, var
fyrir, og var hann fastur við stjóra. Þá voru
allir menn þrotnir að kröftum og þessir
dauðir: Jón Sigurðsson, Jón Hálfdánarson
og Eiríkur Árnason, en Sigurður, faðir
Gissurar, mjög kalinn á höndum og fótum
og nær dauða en lífi. Þá er lifandi voru tók
Björn í sinn bát, en skildi hinn bátinn eftir
með dauðu mönnunum og öllum
áhöldum. Eftir það náðu þeir um kvöldið
landi á Reynivallafjöru. Af hásetum Björns
dó enginn, en af hinum, er hann tók af
bátnum, dó einn heima á Reynivöllum,
Þorvaldur Þorvarðarson, bóndi frá
Slindurholti.
Um sama leyti náði Páll Jónsson
frá Eskey, er var fyrir fimta bátnum, bróðir
Björns, landi á Fellsfjöru, syðst í
Suðursveit. Af honum dóu bændur tveir:
Ekki er ósennilegt að fiskiskútan sem Jón Jónsson og menn hans rákust á í óveðrinu, og varð þeim til lífs,
hafi verið þessum lík. Mynd: Landmælingar Íslands
Sjóslys við Skinneyjarhöfða
Bernharð Haraldsson
AF GÖMLUM BLÖÐUM