Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Blaðsíða 30
30 | Sjómannablaðið Víkingur Texti og myndir: Jón Hjaltason Í stríði verður mönnum ekkert heilagt. Ég minnist þess að hafa lesið um Oliver Cromwell að hann hafi verið sá hersnillingur að virða ekki fyrirfram gerða sáttmála um að mætast tiltekinn dag á tilteknum vígvelli klukkan þetta eða hitt. Þess í stað hafi hann laumast að óvininum þar sem hann uggði ekki að sér. Satt, ýkt eða logið, þá hafa allar götur síðan engar þær reglur gilt í hernaði sem ekki hefur mátt brjóta þegar hentaði. Nýjustu dæmin höfum við í Úkraínu og á Gasa; liðsmenn Selenskis skjóta á Rússa úr gluggum skólabygginga og Hamasliðar skýla sér í kjöllurum sjúkrahúsa. Staðreyndin er sú að þegar lífið er í húfi fer mennskan af. Þá gildir að drepa eða vera drepinn. Siðfágun og siðferði á sér engan samastað þar sem þjóðir berast á banaspjótum. Um þetta er seinni heimsstyrjöldin afar glöggt dæmi þótt þar hafi brjálæðið náð nýjum hæðum ekki hvað síst fyrir kynþáttafordóma og miklar tækniframfarir. SEX HURFU Eitt þeirra ráð sem bandamenn gripu til gegn Hitlers-Þýskalandi var að girða fyrir hafsvæði með tundurduflum. Slík sprengjusvæði voru víða við strendur landsins. Sum girtu fyrir firði, önnur voru á siglingaleiðum á milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Meira en 90.000 tundurdufl voru sett í sjóinn á milli eyjanna þriggja og áttu að gera þýskum lífið leitt. Sannleikurinn er þó sá að þau urðu skeinuhættari bandamönnum en nokkru sinni Þjóðverjum. Íslendingar fóru ekki varhluta af þeirri hættu sem fylgdi duflunum. Að minnsta kosti einn íslenskur bátur, mótorbáturinn Vigri, fórst eftir að hafa siglt á tundurdufl, kannski var það þýskt sem er þó ólíklegt. Enginn veit hins vegar hverjir voru örlagavaldar í hvarfi Eggerts GK 521, Pálma EA 536, Sviða GK 7, togarans Max Pemberton og Hilmis ÍS 39. Tundurduflin liggja þó undir grun um að hafa grandað meirihluta þessara skipa, kannski öllum. ELLEFU ÁRUM SÍÐAR Þegar stríðinu lauk var enn töluvert af tundurduflum í sjónum, mörg höfðu slitnað upp af akkerisfestum sínum og rak þau stefnulaust um hafið. Má furðu gegna að það var ekki fyrr en haustið 1956, eða ellefu árum eftir að stríðinu lauk, að slíkur vágestur gerði usla í íslenska flotanum. Þá tvívegis með skömmu millibili, að vísu sluppu menn með skrekkinn í seinna skiptið. Fylkir varð fyrstur Sviði GK 7 hvarf út af Vestfjörðum þann 2. desember 1941. Í áhöfn voru 25 menn, enginn lifði til að segja frá. Eftir stóðu 14 ekkjur og 46 föðurlaus börn. Skipið var á heimleið með fullfermi. Veður var vont og fór versnandi. Egill Þórðarson loftskeytamaður, sem hefur kynnt sér þennan atburð vel, telur ólíklegt að tundurdufl hafi grandað skipinu. Úr því verður þó tæpast skorið svo óhyggjandi sé. Mótorbáturinn Eggert frá Keflavík var 22ja tonn, byggður úr eik og furu. Báturinn fórst föstudaginn 24. nóvember 1940. Rekald úr honum fannst í Garðsjó en aldrei spurðist neitt til 7 manna áhafnar sem á bátnum var. „Veður var fremur slæmt“, sagði í Tímanum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.