Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 4
SVFR 85 ára
F orgöngu um stofnun Stangaveiði-
félags Reykjavíkur höfðu þeir
Gunnar E. Benediktsson lögfræð-
ingur og Friðrik Þorsteinsson húsgagna-
smíðameistari. Boðuðu þeir til fundar 9.
maí 1939, þar sem mættir voru 16 menn
sem allir höfðu meira eða minna fengist
við stangaveiði í Elliðaánum og víðar.
Á þessum fundi var kosin nefnd til að undir–
búa stofnun félags og var stofnfundurinn
síðan haldinn þann 17. maí. Þar létu 48
menn skrá sig sem stofnendur Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, en það nafn ákvað
fundurinn að gefið skyldi hinu nýja félagi.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir
Gunnar E. Benediktsson, formaður, og
Friðrik Þorsteinsson og Óskar Norðmann,
meðstjórnendur.
Málgagn félagsins, tímaritið Veiðimaður-
inn, kom svo út ári síðar, í júní 1940.
Yfirbjóða mörlandann
Við skulum grípa niður í grein sem Gunnar
E. Benediktsson formaður ritaði:
„Áhugi fyrir stangaveiði hefir hin síðari
árin farið mjög vaxandi hér í bænum, og
þarf ekki lengi að leita að orsökunum til
þess. Í borgarrykinu og sleninu, sem kyrr-
setur og innivera skapar, kemur innsta
eðlið ríkar fram hjá mönnum en ella, þráin
eftir útivistinni í sveitasæluna við fossa-
nið og fiskisæl vötn, gerir sínar kröfur, og
veiðieðlið hjá Íslendingum, hvort sem er
í bæjum eða sveitum, gerir sífellt vart við
sig, á hverju sem veltur.
En þó að fiskar vaki í ám og vötnum, mæta
stangaveiðimanninum ýmsir örðugleikar.
Oft er mjög erfitt að fá leigð veiðiréttindi til
lax eða silungsveiða á þeim stað og tíma,
sem hentar báðum aðilum, leigutaka og
eiganda réttindanna.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar nú 85 ára
afmæli, en félagið var stofnað 17. maí 1939.
Málgagnið, Veiðimaðurinn, kom út ári seinna,
en þar var tilgangur félagsins tíundaður í skemmti-
legri grein sem Gunnar E. Benediktsson ritaði.
4 SVFR 85 ára