Veiðimaðurinn - 2024, Page 5

Veiðimaðurinn - 2024, Page 5
Fyrsta stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur Útlendingar með fjármagni sínu hafa góða aðstöðu til að yfirbjóða mörland- ann og hafa náð hér beztu laxám á vald sitt, ef ekki til afnota allt sumarið, þá að minnsta kosti þann tíma sem beztur er úr sumrinu, sem hagstæðastur er í sambandi við laxagöngur og veiðiskilyrði.Þá hefir viðvaningsháttur byrjanda og kæruleysi veiðimanna í veiðiaðferðum með stöng valdið margskonar erfiðleikum og tjóni, sem óhjákvæmilega dregur úr og spillir eðlilegri þróun þessarar íþróttar. Til þess að draga úr þessum og ýmsum fleiri örðugleikum, er laxveiðimenn hafa við að etja, var Stangaveiðifélag Reykja- víkur stofnað. Jafnframt er það hugmynd þeirra manna, er stóðu að undirbúningi félagsstofnunar þessarar, að auka þekk- ingu þeirra manna, er áhuga hafa fyrir stangaveiði, á málum þeim er þar að lúta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað 17. maí f. á., hér í bænum. Samkvæmt ákvæðum félagslaganna er tilgangur félagsins þessi: A) Að veita þeim félagsmönnum, sem vilja, og eftir því sem við verðum komið, aðstoð til að fá leigð veiðiréttindi í veiðiám og vötnum. B) Að vinna á móti því að notaðar séu veiðiaðferðir, sem eru ólöglegar eða lík- legar til að spilla veiði. C) Að auka samvinnu meðal þeirra, er hafa áhuga á og taka þátt í lax- og silungs- veiðum, D) og að veita félagsmönnum fræðslu um lax- og silungsveiðar, eftir því sem tök eru á. Gunnar E. Benediktsson, formaður Óskar Norðmann Friðrik Þorsteinsson Veiðimaðurinn 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.