Veiðimaðurinn - 2024, Page 14
Breytinguna segir Ingimundur ætlaða til
að létta á stemningunni með litabreytingu,
en bæði gangurinn og herbergið fá aðeins
dekkri hlið.
Upp úr miðjum apríl mættu svo nokkrir
félagar úr SVFR sem eru í árnefnd Langár
og tæmdu gömlu álmuna af húsgögnum
og skápum svo að unnt yrði að mála hana
og undirbúa fyrir nýja tíma.
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Meðal annarra nýjunga í Langárbyrgi
nefnir Ingimundur hleðslustöðvar fyrir
rafbíla sem verða á nýju bílaplani fyrir
neðan hús. Fyrir nokkrum misserum var
gengið í að taka niður vegginn sem skildi
eldhúsið frá matsalnum og bar var komið
fyrir í setustofunni.
„Þetta hefur allt heppnast ágætlega og
það er allt á réttri leið,“ segir Ingimundur.
Markmiðið sé að allt verði tilbúið þegar
landeigendahollið ríður á vaðið 19. júní og
opnar nýtt veiðisumar í Langá. Þegar rætt
var við Ingimund í apríl var enn nokkuð til
af lausum leyfum í Langá í sumar. Bryddað
var í vor upp á nýjungum eins og tilboði
á sérstöku hjónaholli – sem seldist upp á
skömmum tíma – og holli undir leiðsögn
Karls Lúðvíkssonar, Kalla Lú, sem bæði
hefur verið staðarhaldari og leiðsögu-
maður í Langá og þekkir hvern krók og
kima í þessari veiðiperlu.
Gestgjafatúrar með Kalla Lú
„Það er verið að bjóða upp á, í stað þess að
fara og þekkja ekki ána, að fara í holl hjá
Kalla Lú án þess að kaupa þér leiðsögu-
mann. Þá getur þú leitað til einhvers ef
þú ert í vanda. Og Kalli fer líka yfir svæðin
með mönnum áður en þeir halda til veiða
og bendir mönnum á hvaða staðir eru
heitastir á hverju svæði og hvaða flugur
eru bestar miðað við vatnið í ánni þann
daginn. Þannig að fólk fær dálítið forskot
miðað við að renna kannski blint í sjóinn,“
útskýrir Ingimundur.
Framkvæmdastjórinn sjálfur tók til hendinni fyrr í vor og endurgerði eitt svefnherbergjanna í gömlu álmunni eftir hönnun
Rakelar Önnu Guðnadóttur. Mynd/IB
14 Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi