Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 14

Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 14
Breytinguna segir Ingimundur ætlaða til að létta á stemningunni með litabreytingu, en bæði gangurinn og herbergið fá aðeins dekkri hlið. Upp úr miðjum apríl mættu svo nokkrir félagar úr SVFR sem eru í árnefnd Langár og tæmdu gömlu álmuna af húsgögnum og skápum svo að unnt yrði að mála hana og undirbúa fyrir nýja tíma. Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Meðal annarra nýjunga í Langárbyrgi nefnir Ingimundur hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem verða á nýju bílaplani fyrir neðan hús. Fyrir nokkrum misserum var gengið í að taka niður vegginn sem skildi eldhúsið frá matsalnum og bar var komið fyrir í setustofunni. „Þetta hefur allt heppnast ágætlega og það er allt á réttri leið,“ segir Ingimundur. Markmiðið sé að allt verði tilbúið þegar landeigendahollið ríður á vaðið 19. júní og opnar nýtt veiðisumar í Langá. Þegar rætt var við Ingimund í apríl var enn nokkuð til af lausum leyfum í Langá í sumar. Bryddað var í vor upp á nýjungum eins og tilboði á sérstöku hjónaholli – sem seldist upp á skömmum tíma – og holli undir leiðsögn Karls Lúðvíkssonar, Kalla Lú, sem bæði hefur verið staðarhaldari og leiðsögu- maður í Langá og þekkir hvern krók og kima í þessari veiðiperlu. Gestgjafatúrar með Kalla Lú „Það er verið að bjóða upp á, í stað þess að fara og þekkja ekki ána, að fara í holl hjá Kalla Lú án þess að kaupa þér leiðsögu- mann. Þá getur þú leitað til einhvers ef þú ert í vanda. Og Kalli fer líka yfir svæðin með mönnum áður en þeir halda til veiða og bendir mönnum á hvaða staðir eru heitastir á hverju svæði og hvaða flugur eru bestar miðað við vatnið í ánni þann daginn. Þannig að fólk fær dálítið forskot miðað við að renna kannski blint í sjóinn,“ útskýrir Ingimundur. Framkvæmdastjórinn sjálfur tók til hendinni fyrr í vor og endurgerði eitt svefnherbergjanna í gömlu álmunni eftir hönnun Rakelar Önnu Guðnadóttur. Mynd/IB 14 Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.