Veiðimaðurinn - 2024, Page 16

Veiðimaðurinn - 2024, Page 16
Á þennan hátt sé Karl að nokkru leyti eins og leiðsögumaður nema að hann hangi ekki yfir veiðimönnunum. Slegið í gegn í Laxárdal „Þú getur leitað til Kalla og hann kemur við hjá þér með leiðbeiningar en getur náttúr- lega ekki deilt sér niður á tíu stangir þannig að hann fer bara meira yfir prógrammið og útlitið fram undan. Hann getur ráðlagt eftir því hvernig viðrar og ástandinu á ánni um það hvernig best sé að veiða staðina, með hvaða aðferðum og hvaða flugur eigi að setja undir,“ segir Ingimundur. Þessa nálgun segir Ingimundur hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim á síðustu árum. „Við höfum verið með þessa gest- gjafatúra í Laxárdal. Þar hefur verið alveg sprengja af því að menn eru svo ánægðir með þetta fyrirkomulag og það er alltaf uppselt í þessi Laxárdalsholl.“ Drottningin tryggð til sjö ára Varðandi starfið hjá Stangaveiðifélaginu almennt segir Ingimundur það allt ganga mjög vel. „Það hefur aldrei verið meiri eftirspurn í Elliðaárnar, þannig að það lítur allt afskaplega vel út.“ Stangaveiðifélagið er einmitt á þessu ári að byrja nýjan leigusamning við landeigendur við Langá. Ingimundur segir samninginn vera til sjö ára. Félagsmenn geta því byrjað að hlakka til komandi sumra við bakka Langár. „Heldur betur,“ segir Ingimundur, sem kveður ána skipa sérstakan sess hjá félaginu. „Langá er drottningin okkar,“ undirstrikar framkvæmdastjórinn. Nýja álman er byggð til norðurs í framhaldi af húsi leiðsögumanna og er á tveimur hæðum. Mynd/TH 16 Nú geta fleiri sofið einir í Langárbyrgi

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.