Veiðimaðurinn - 2024, Side 17

Veiðimaðurinn - 2024, Side 17
Veðurstöðvar í veiðihús Veiðimenn iða margir í skinninu þegar fyrsti veiðitúrinn nálgast. Þá eru veiðitölur gjarnan skoðaðar daglega og auðvitað veðurspáin. Þó að fjöldi veðurathugunar- stöðva sé á Íslandi eru þær ekki endilega staðsettar við veiðiár og þar með gefa spár ekki endilega rétta mynd af veðrinu við þá á sem veiðimenn hyggjast sækja heim. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur ákvað að fara í smá tilraunaverkefni og kanna nokkrar veðurstöðvar, sem munu vonandi gefa fullkomna mynd af veðrinu. Verða stöðvarnar í fjórum veiðihúsum: Langárbyrgi við Langá, Hofi við Laxá í Mývatnssveit og í veiðihúsunum við Haukadalsá og Sandá. Gefi þetta góða raun er stefnt að því að setja upp veiðistöðvar við fleiri ár á næsta ári. Veðurstöðvarnar eru frá þýska framleið- andanum Bresser og keyptar af S. Boga- syni. Stöðvarnar sem settar verða upp í veiðihúsunum eru af gerðinni Bresser 3230. Í veiðihúsunum verður hægt að skoða veðrið og átta daga spá á 19 tommu skjá. Hugmyndin er svo að tengja veður- stöðvarnar við heimasíðu SVFR svo að félagsmenn geti fylgst með spánni á netinu. Hvernig er veðrið við ána? Hefur rignt eitthvað eða er rigning í kortunum? Verður lygnt eða bálhvasst þegar veiðitúrinn hefst og hvernig er loftþrýstingurinn? Sigurður Magnússon í árnefnd Laxár í Mývatnssveit setur veðurstöðina upp. Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.