Veiðimaðurinn - 2024, Page 20
Gætum átt von
á betri laxveiði
Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur segir
að skilyrði í hafi og aðstæður í ám séu betri
en oft áður, sem bendi til þess að við gætum
átt von á meiri veiði í sumar en í fyrra.
Eɷir
Ingólf Örn Björgvinsson
Síðasta veiðiár var satt best að segja ekki
upp á marga fiska. Þó vorum við mörg
bjartsýn, enda hafði sumarið 2022 gefið
ögn betri veiði en árin tvö þar á undan.
Þegar árnar voru opnaðar byrjaði veiðin
vel, sem jók enn á bjartsýnina, en fljótlega
dró ský fyrir sólu. Það var einfaldlega ekki
nóg af laxi. Þurrkar og vatnsleysi víða
bættu síðan ekki stöðuna. Það var helst
í Vopnafirði sem sást til sólar og Norð-
austurlandið skilaði ágætri veiði í heild. En
nánast alls staðar annars staðar var veiðin
vel undir meðallagi. Lítil veiði, slysaslepp-
ingar úr laxeldi, hnúðlax og verðhækkanir
ættu ekki að vekja bjartsýni fyrir komandi
sumar. Og þó. Ef það er eitthvað sem ein-
kennir laxveiðifólk er það óbilandi trú. Það
er alltaf næsta kast, næsti hylur, næsti túr.
Eða næsta ár!
Hitastigið heilli gráðu hærra
Einn af þeim sem hafa rannsakað laxa-
gengd í íslenskum ám er Sigurður Már
Einarsson, fiskifræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun. Hann hélt áhugavert erindi
í Langárbyrgi nú í vor þar sem meðal ann-
ars var fjallað um tengsl laxagengdar og
fæðuframboðs á uppeldisstöðvum í hafi.
20 Gætum átt von á betri laxveiði