Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 25
Veiðimaðurinn 25 Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar. Sem dæmi höfðu um 65% þátttakenda í könnuninni veitt í 31 ár eða lengur. Er þetta meðal ástæðna fyrir því að enn meiri áhersla verður nú lögð á ungmennastarfið í félaginu. Lítill munur er á því hvort félagsmenn stundi lax- eða silungsveiði en vafalaust egna margir bæði fyrir laxi og silungi. Meirihluti félagsmanna er hlynntur veiða og sleppa, eða 52%, en 33% eru mótfallin veiða og sleppa og 16% segjast hvorki hlynnt né mótfallin. Einungis 5% þátttakenda í könnuninni eru frekar eða mjög mótfallin kvóta í ám SVFR. Um 60 prósent félagsmanna eru mjög eða frekar ánægð með núverandi framboð veiðileyfa hjá SVFR. Einungis 14% segjast frekar óánægð með úrvalið og 1% mjög óánægð. Í könnuninni var einnig spurt hvaða tegund veiðileyfa SVFR ætti að bæta í úrval sitt. Flestir, eða 33%, segjast vilja sjá félagið auka úrval leyfa í sjóbirtingsveiði. Þegar spurt var hvort félagsmenn vildu heldur kaupa veiðileyfi með þjónustu eða án hennar var svarið alveg skýrt. Alls sögðust 73% vilja kaupa veiðileyfi án þjónustu. Eins og greint var frá í jólablaði Veiðimannsins er afstaða félagsmanna til sjókvíaeldis skýr. Um 87% segjast mjög eða frekar mótfallin sjókvíaeldi en um 9% segjast mjög eða frekar hlynnt því. Fimm prósent svöruðu því til að þeim væri sama. Þegar spurt er út í viðbrögð SVFR gegn sjókvíaeldi segja 50% félagið gagnrýna sjókvíaeldi of lítið, um 44% segja gagnrýnina hæfilega og 5% segja hana of mikla. 500+ 52% 65% 33% 5% Alls voru 33 spurningar lagðar fyrir félagsmenn og tóku ríflega 500 þeirra þátt í könnuninni Meirihluti félagsmanna er hlynntur veiða og sleppa, eða 52% Þátttakenda í könnuninni veitt í 31 ár eða lengur Auka úrval leyfa í sjóbirtingsveiði Einungis 5% þátttakenda í könnuninni eru frekar eða mjög mótfallin kvóta í ám SVFR Maður á hesti við Búrfoss í vestari kvísl Elliðaánna. Myndin er tekin um 1900 og sýnir ónumið land. Mynd Sigfús Eymundsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.