Veiðimaðurinn - 2024, Page 25

Veiðimaðurinn - 2024, Page 25
Veiðimaðurinn 25 Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar. Sem dæmi höfðu um 65% þátttakenda í könnuninni veitt í 31 ár eða lengur. Er þetta meðal ástæðna fyrir því að enn meiri áhersla verður nú lögð á ungmennastarfið í félaginu. Lítill munur er á því hvort félagsmenn stundi lax- eða silungsveiði en vafalaust egna margir bæði fyrir laxi og silungi. Meirihluti félagsmanna er hlynntur veiða og sleppa, eða 52%, en 33% eru mótfallin veiða og sleppa og 16% segjast hvorki hlynnt né mótfallin. Einungis 5% þátttakenda í könnuninni eru frekar eða mjög mótfallin kvóta í ám SVFR. Um 60 prósent félagsmanna eru mjög eða frekar ánægð með núverandi framboð veiðileyfa hjá SVFR. Einungis 14% segjast frekar óánægð með úrvalið og 1% mjög óánægð. Í könnuninni var einnig spurt hvaða tegund veiðileyfa SVFR ætti að bæta í úrval sitt. Flestir, eða 33%, segjast vilja sjá félagið auka úrval leyfa í sjóbirtingsveiði. Þegar spurt var hvort félagsmenn vildu heldur kaupa veiðileyfi með þjónustu eða án hennar var svarið alveg skýrt. Alls sögðust 73% vilja kaupa veiðileyfi án þjónustu. Eins og greint var frá í jólablaði Veiðimannsins er afstaða félagsmanna til sjókvíaeldis skýr. Um 87% segjast mjög eða frekar mótfallin sjókvíaeldi en um 9% segjast mjög eða frekar hlynnt því. Fimm prósent svöruðu því til að þeim væri sama. Þegar spurt er út í viðbrögð SVFR gegn sjókvíaeldi segja 50% félagið gagnrýna sjókvíaeldi of lítið, um 44% segja gagnrýnina hæfilega og 5% segja hana of mikla. 500+ 52% 65% 33% 5% Alls voru 33 spurningar lagðar fyrir félagsmenn og tóku ríflega 500 þeirra þátt í könnuninni Meirihluti félagsmanna er hlynntur veiða og sleppa, eða 52% Þátttakenda í könnuninni veitt í 31 ár eða lengur Auka úrval leyfa í sjóbirtingsveiði Einungis 5% þátttakenda í könnuninni eru frekar eða mjög mótfallin kvóta í ám SVFR Maður á hesti við Búrfoss í vestari kvísl Elliðaánna. Myndin er tekin um 1900 og sýnir ónumið land. Mynd Sigfús Eymundsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.