Veiðimaðurinn - 2024, Síða 36

Veiðimaðurinn - 2024, Síða 36
36 Uppáhaldshylur A ð segjast eiga uppáhalds veiði- stað er nokkuð sem ég get ómögulega gert. Þeir eru hins vegar nokkrir víða um land sem ég hlakka meira til að kasta í en aðra. Einn þessara staða er veiðistaður #50 í Hafralónsá í Þistilfirði. Hann er með þeim efstu í ánni og eins og fleiri staðir á efsta svæðinu ber hann ekki nafn annað en #50. Þetta er þó einstaklega glæsilegur hylur undir klettabelti í austurlandinu og á svo sannarlega skilið að heita eitthvað. Í hyl #50 á alltaf að vera fiskur, sé fiskur genginn yfir höfuð upp á efsta svæðið. Hylurinn er talsvert djúpur ofan til og heldur góðu dýpi niður á miðja breiðu. Þar tekur klettabeltið enda, breiðan fer að grynnast og er neðsti þriðjungur hennar ekki sérlega álitlegur nema í miklu vatni. Úr klettabeltinu hafa fallið grjót á víð og dreif og fyrir miðri breiðu, fast við austurlandið, brýtur greinilega á tveimur þessara steina. Við og upp af þeim má alltaf gera ráð fyrir fiski. Þessi hylur er ekki einn af mínum uppá- halds vegna fjölda eða stærðar þeirra fiska sem ég hef veitt úr honum, þvert á móti. Ég hef hvorki veitt þar marga né sérlega stóra laxa. Hylur #50 er hins vegar einn þeirra hylja sem geyma mjög stóra laxa sem auðvelt er að sjá ofan af klettunum. Þarna hef ég séð ægileg skrímsli, fiska um og vel yfir meter, en yfirleitt er þar einn slíkur hvert sumar. Þessir miklu fiskar sem þarna eiga heima eiga það sameigin- legt að liggja yfirleitt framan við þessa stóru steina við austurlandið. Haustið 2022 var þarna stórt og mikið par, tæplega meters langur hængur og litlu minni hrygna. Með þeim væflaðist ágætis smálaxahængur sem ég hafði lítinn áhuga á að veiða með þessa flottu fiska fyrir framan mig. Undir fór svört Frances #16 og nánast um leið og flugan var strippuð framan við steinana kom ólga. Eftir stutta pásu, um það bil þann tíma sem tekur að reykja einn Café Creme, fékk „franninn“ að fljúga aftur út í en í þetta skiptið var honum leyft að reka. Aftur ólgaði og hann var á! Það var augljóst að hér var ekki um meters fisk að ræða, ekki nálægt því, en furðu nálægt samt! Ætli þeir hafi verið fjórir þarna en ekki þrír? Það gat varla verið, enda auðséð hvað liggur framan við grjótin þegar horft er ofan úr klettunum. Eftir ágæta baráttu landaði ég þarna fínum laxi, 83 sentímetra hæng. Gleði- legt en stórundarlegt. Ég gat svarið það að þessi fiskur var ekki þarna. Ekki er þetta smálax en langt frá meternum. Var sjónin farin að blekkja svona allt í einu? Ég óð yfir og ákvað að kíkja ofan af klett- unum. Fjandinn hafi það. Þessir stóru voru þarna enn en smálaxinn horfinn! Þessi smálax reyndist vera 83 sentímetra rauður hausthængur. Hvað voru þessir stóru eiginlega stórir?! Þetta atvik er hvorki einsdæmi úr ánni né veiðistað #50. Þessir miklu fiskar ganga enn í Hafralónsá og yfirleitt get ég sett GPS-punkt á allavega einn þeirra. Það gerir þennan hyl að einum af mínum uppáhalds!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.