Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 41

Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 41
Þegar hann er spurður um fyrsta laxinn sem hann veiddi hugsar hann sig vel um. „Nei, ég man ekki eftir fyrsta laxinum en er nokkuð viss um að hann var úr Ell- iðaánum og þá í opnun. Líklegast í foss- inum því á þeim degi var ekki farið mikið upp eftir ánni, helst í Móhylina og kannski upp í Teljarastreng. Ég gekk í félagið fyrir eitthvað tæplega 60 árum þó að ég muni það ekki alveg. Ég hef allan þann tíma veitt Elliðaárnar á hverju ári síðan. Þarna eru margir veiðistaðir og ég get upplýst að eftir að hafa veitt árnar þetta lengi fór ég í fyrsta skipti í fyrra- sumar í Árbæjarhyl! Ég get líka bætt við að allan þennan tíma hef ég varla hirt fisk úr ánum, þó að það hafi komið fyrir. Það má segja að öll þessi reynsla gagn- ist lítið í dag, þar sem árnar breytast og það er barið á þessu alla daga. Svo eru yngri veiðimenn með andstreymistækni í veiðinni og hvað þetta nú heitir. Þetta hefur breytt svo miklu og við þessir gömlu karlar, við kunnum bara að kasta 45 gráður við öll skilyrði. Það eru fram- farir í þessu eins og öðru. Ég veiði enn í Elliðaánum á hverju ári en treysti mér ekki lengur að ganga einn til veiða. Ég er orðinn svo lélegur að ég er enginn maður til að veiða nema litlu árnar eins og Elliðaárnar. Ég get ekkert vaðið af viti lengur. Í fyrra var ég að jafna mig eftir aðgerð og jafnvægið var ekki gott. Þá er ekki gott að horfa mikið niður í vatn. Ég tók nú samt einhver köst en ég vissi að tæki einhver alvöru fiskur hefði hann bara kippt mér út í! Árnar orðnar margar Ég hef veitt mikið alveg hringinn í kringum landið, ætli þær séu ekki á fimmta tuginn árnar sem ég hef veitt. Sumar eru svo sem ekki áhugaverðar og svo eru aðrar sem ég hef einhverra hluta vegna ekki haft tækifæri til að veiða, eins og til dæmis Laxá í Dölum. En aðrar heim- sótti ég reglulega gegnum árin. Ég veiddi mikið í Laxá í Þingeyjarsýslu á meðan hún var og hét og með jafnbestu veiðina á þeim tíma. Byrjaði þar held ég 1973 bæði hjá Laxárfélaginu og í Nesveið- inni og veiddi síðast þar með vini mínum Þórði Péturssyni 2004 eða 2005. Þórður var svo snjall eins og bátamenn verða, hann kunni svo vel að halda bátnum í straumnum og róa til að þreyta fiskinn. Ég veiddi þó meira af bakka eða með því að vaða. Laxá er mikil vaðá, sérstaklega neðri svæðin, og reyndar upp frá líka eins og í Hólmavaði. Fyrir utan Laxá í gamla daga veiddi ég til dæmis Svartá í Húnavatnssýslu en hún er gjörólík. Veiðin þar hefur minnkað mjög mikið. Í þá daga var bara veitt í Blöndu neðst niður frá og ekki veitt upp alla ána eins og núna. Þá var miklu meiri fisk- gengd í Svartá en nú og hún alveg þokka- leg veiðiá. Aukin veiði í Blöndu virðist ekki hafa hjálpað henni en maður veit samt aldrei hverju er um að kenna og eflaust ekki neitt eitt sem því veldur. Aðrar ár sem ég held upp á eru Langá, Norðurá og Grímsá. Veiðimaðurinn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.