Veiðimaðurinn - 2024, Page 43

Veiðimaðurinn - 2024, Page 43
Ég gat verið ansi duglegur í veiðinni hér áður fyrr. Eitt sumarið veiddi ég stans- laust í 21 dag í alls 9 ám. Fórnaði þá síðasta degi í Hofsá fyrir dag í Laxá í Ásum sem veiðifélagi minn, argentínski sykurbarón- inn Carlos Blaquier, var nú ekki hrifinn af. Honum þótti veiðin þar of auðveld!“ Eftirminnilegasti laxinn Þegar við vildum vita hvort einhver af þeim löxum sem hann hefur landað á ævinni hefði verið eftirminnilegri en aðrir var Jón fljótur til svara. „Já, ég gleymi aldrei 24 punda laxi sem ég fékk í Brúará, stærsta fiski sem hafði veiðst þar í fjölda ára. Þetta var alveg efst í Hagaósi. Ef ég hefði ekki verið með tví- hendu hefði þessi djöfull aldrei komist á land! Ég var einn og félagi minn lengst niður frá og ég hrópaði og veifaði á hjálp. Þarna er mikið af moldarbökkum sem lax Veiðimaðurinn 43 „Já, ég gleymi aldrei 24 punda laxi sem ég fékk í Brúará, stærsta fiski sem hafði veiðst þar í fjölda ára.“ Upp úr 1970 fékk Jón stöng af Bretum sem hann veiddi með í Laxá. Þetta var ein af fyrstu karbonstöngunum og hann veiðir enn af og til með henni. Mynd/Golli

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.