Veiðimaðurinn - 2024, Page 44

Veiðimaðurinn - 2024, Page 44
„Við veiddum mikið á þessar bambusstangir eða „split cane“-stangir, nær alltaf tvíhendur. Á þeim voru ofnar silkilínur sem varð að olíu- bera svo að þær flytu. En þær gáfu sig aldrei og voru ótrúlega sterkar.“ getur farið undir og þá er hann farinn. En ég var með mjög öfluga tvíhendu og gat haldið honum frá því að komast undir bakkana. Svo fór að ég gat landað honum 400 metrum neðar eftir mikinn eltingar- leik. Þetta er ekki stærsti lax sem ég hef veitt en klárlega sá eftirminnilegasti og án efa sá sterkasti sem ég hef sett í. Ég hef nú landað mörgum laxinum yfir 20 pundum og minn stærsti var 29 pund úr Laxá. En þessum gleymi ég aldrei!“ Stangir og línur Tal okkar berst nú að þeim stöngum, línum og flugum sem Jón hefur notast við gegnum árin. „Við veiddum mikið á þessar bambus- stangir eða „split cane“-stangir, nær alltaf tvíhendur. Á þeim voru ofnar silkilínur sem varð að olíubera svo að þær flytu. En þær gáfu sig aldrei og voru ótrúlega sterkar. Þessar stangir voru sérpantaðar og handsmíðaðar hjá t.d. Hardy og Mill- wards. Allt heflað, slípað og lakkað með vönduðum samsetningum sem læstust saman og hrukku aldrei í sundur. Þær voru þungar þessar stangir og ég dáðist alltaf að þessum körlum sem veiddu með þeim dag eftir dag. Og þær voru fokdýrar á þessum tíma. Hlutfallslega miklu dýrari en stangir í dag. En upp úr 1970 var mér gefin stöng af Bretum sem ég veiddi með í Laxá. Þetta var að ég held ein af fyrstu karbonstöng- unum sem hingað komu en ég man ekki eftir að hafa séð svona stöng hjá Íslend- ingum á þessum tíma. Hún var ekkert lík karbonstöngum sem þekkjast í dag. Framleidd hjá Modern Arms í Englandi og var tíu og hálft fet fyrir línu númer 10. Tví- samsett með koparhólkum á samskeytum eins og tíðkaðist á bambusstöngunum. Ég tel að stökkið úr bambus yfir í þessar 44 50 kíló af laxi í yfirvigt

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.