Veiðimaðurinn - 2024, Page 46

Veiðimaðurinn - 2024, Page 46
„Mín uppáhaldsfluga er og verður Munro Killer. Ég veiddi mikið með Bretum sem ég þekkti og gegnum þá kynntist ég þáverandi formanni Atlan- tic Salmon Trust og hann gaf mér í kurteisisskyni flugur hnýttar af fantaflinkum skoskum hnýtara, henni Megan Boyd. Þessar flugur voru Munro Killer einkrækjur í stærð 10 og 12 og ég veiddi á þær þangað til þær voru allar alveg búnar. Ég hafði enga ástæðu til að eiga þær í safni, mér finnst sjálf- sagt að veiða á þær af virðingu við Megan Boyd.“ fyrstu karbonstangir sé svipað og frá þeim yfir í nýju grafítstangirnar sem menn veiða á í dag. Þetta var mikil bylting. Ég fer enn með þessa stöng af og til í veiði. Þá voru komnar nælonlínur í stað silki- lína og ég veiddi mikið á hægsökkvandi línur í Laxánni. Þannig losnaði maður við heilmikið af slýi ef það var slýburður með því að fara aðeins undir. Það gat verið erfitt með slý þegar fór að líða á sumarið og Laxá þekkt fyrir það.“ Munroinn hennar Megan Boyd Nú berst talið að flugunum sem Jón hefur hnýtt á tauma í gegnum árin. Kennir þar ýmissa grasa. „Áður en Frances-flugurnar komu voru þetta allt fjaðraflugur. Green Highlander og Blue Charm voru í uppáhaldi lengi og ekki gleyma Sweep. Ég hef síðan alltaf notað í laxveiði Black Ghost hnýtta á einkrækju og er það mín leitarfluga. Ég veiddi mest á 46 50 kíló af laxi í yfirvigt

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.